Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 13
Rangæskir samvinnumenn fundu það snemma að þeir mundu
standa þcim mun betur að vígi sem fleiri stæðu saman. Með þá
hugsjón að leiðarljósi var unnið að sameiningu kaupfélaganna i
sýslunni árum saman, án þess að málinu þokaði lcngra en á um-
ræðustigið. Tvö félaganna, Kaupfélag Rangæinga á Rauðalæk
og Kaupfélag Hallgeirseyjar á Hvolsvelli, gerðu loks alvöru úr
málinu árið 1948 og tóku höndum saman í einu félagi, nýju Kaup-
félagi Rangæinga. Aðalstöðvar kaupfélagsins hafa síðan verið á
Hvolsvelli, cn á Rauðalæk er rekið öflugt og vaxandi útibú með
miklum myndarbrag.
Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelh
Saga Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli síðustu tvo áratugina
vcrður hér rakin í örstuttu máli. Liggur sú saga svo nærri, að
flestir þekkja hana vel. Mun því látið þeim eftir, cr síðar skrá,
að gera þessu tímabili fyllri skil.
Það sem fyrst og fremst einkennir starfsemi Kaupfélagsins .1
þessum árum, er hinn mikli og stöðugi vöxtur í verzlun, starr-
rækslu, fólkshaldi og umsetningu allri. Nokkra hugmynd um þessa
þróun gefa tölur um heildarsölu félagsins. Árið 1950 nam salan
kr. 7.646.933,27, árið 1958 var hún orðin kr. 27.711.472,45 og
árið 1968 hafði hún tekið risaskref og var á kr. 106.160.344,26.
Snemma árs 1949 var Magnús Kristjánsson ráðinn fram-
kvæmdarstjóri hins sameinaða kaupfélags og Hallgrímur Jónasson
ráðinn útibússtjóri á Rauðalæk. Á þessum árum var mjög í
athugun hjá stjórn Kaupfélagsins að festa kaup á verzlun Friðriks
Friðrikssonar í Þykkvabæ, scm þá var föl. Ekkert varð þó af
þeim kaupum og starfar þessi verzlun enn í dag í Þykkvabæ.
Þrengsii í gamla verzlunarhúsinu á Hvolsvelli voru, er hér var
komið, mjög tekin að hamla starfsemi félagsins. Var rætt um
nauðsyn þess að reisa nýtt verzlunarhús. Til þess fékkst þó ekki
fjárfestingarleyfi um sinn. Hins vegar fékkst leyfi fyrir verkstæðis-
húsi og var bvrjað á því um haustið 1949. Það var tekið í notkun
1952 og þótti þá mjög við vöxt. Samt reyndist það fljótlega of
Goðastei/m
11