Goðasteinn - 01.09.1972, Page 16

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 16
Árið 1959 var trésmiðja Kaupfélagsins efld og komið fyrir í cndurbyggðu vörugeymsluhúsi. Þetta ár minntist Kaupfélagið 40 ára afmælis síns og í tilefni þess var heiðruð minning fyrsta for- mannsins, séra Jakobs Ó. Lárussonar, með því að senda ekkju hans, frú Sigríði Kjartansdóttur, skeyti og góða gjöf. Svo sem fyrr var frá sagt, hafði Kaupfélagið tekið að sér að reka sérleyfisferðir frá Reykjavík í Hvolsvöll og Landeyjar. Nokkru síðar hafði það bætt við sérleyfisferðum í Fljótshlíð. Hafði starfscmin farið vel af stað, en hnignað síðar. Árið 1960 var svo komið, að talsverður halli var á þessum rekstri, svo að stjórnin ákvað að Kaupfélagið hætti þeirri starfsemi ög framseldi sérleyfisrétt sinn til fólksflutninga. Var það gert nokkru síðar og tók þá fyrirtækið Austurleið við áætlunarferðunum undir forystu Óskars Sigurjónssonar. Um þetta leyti ákvað félagsstjórnin samkvæmt óskum heima- manna að stofna félagsdeild í Austur-Eyjafjallahreppi og nokkru síðar í Rangárvallahreppi. Urðu deildir félagsins þar með ellefu að tölu og heita þær Austur-Eyjafjalladeild, Vestur-Eyjafjalladeild, Austur-Landeyjadeild, Vestur-Landeyjadeild, Hvolhreppsdeild, Fljótshlíðardeild, Rangárvalladeild, Ásahreppsdeild, Holtadeild, Landdeild og Djúpárhreppsdeild. Árið 1961 var ákveðið að reisa nýtt frystihús á Hvolsvelli í samvinnu við Sláturfélag Suðurlands og voru þá gerðar af þv/ teikningar. Hófust við það framkvæmdir árið eftir og voru eignar- hlutföll þau í fyrirtækinu að Kaupfélagið átti einn þriðja móti Sláturfélaginu. Sama ár var reist timburgeymsla á Hvolsvelli og stækkuð vöruskemma á Rauðalæk. Sumarið 1962 veiktist framkvæmdarstjóri félagsins, Magnús Kristjánsson, og var lengi frá störfum. f forföllum hans skiptu meo sér framkvæmdastjórninni þcir Guðni Jóhannsson, Grétar Björns son, Matthías Pétursson og Guðjón Einarsson. Árið 1963 ákvað stjórn Kaupfélagsins að greitt skyldi fyrir því, að starfsfólk kæmi sér upp eigin húsnæði á Hvolsvelli. Voru í því skyni reist tvö íbúðarhús og seld fokheld á sannvirði. Nýr maður var kosinn í varastjórn árið 1964, Magnús Kjartans- son i Hjallanesi, í stað Árna Jónssonar í Holtsmúla, er fluttist 14 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.