Goðasteinn - 01.09.1972, Side 17

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 17
Ölafur Ólafsson Magnús Kristjánsson úr héraði. Árið 1965 gerðist Kaupfélag Rangæinga aðili að hinni nýju birgðastöð S.Í.S. í Reykjavík. Sama ár var og lagt niður útibú félagsins að Seljalandi, þar sem það þótti ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Isak Eiríksson lét af störfum á Rauðalæk árið 1965 sakir heilsu- brests. Var þá sonur hans, Eiríkur ísaksson í Ási, ráðinn útibús- stjóri og hefur gegnt því starfi síðan. Sama ár var Ólafur Kristj- ánsson á Seljalandi kjörinn varaendurskoðandi í stað Sigmundar Þorgilssonar. Þá gerðist og það árið 1965 að Magnús Kristjánsson sagði upp framkvæmdastjórastarfi af heilsufarsástæðum og fluttist til Reykjavíkur. Kvaddi hann vini og samstarfsmenn á aðalfundi þá um vorið og þakkaði meira en tveggja áratuga samveru. Björn Fr. Björnsson, formaður félagsstjórnar, þakkaði fráfarandi fram kvæmdastjóra störf hans í þágu félagsins og héraðsins um langa hríð. Framkvæmdastjóri var ráðinn Ólafur Ólafsson, þáverandi kaupfélagsstjóri í Ólafsfirði, en hann hafði áður verið í þjónustu Kf. Rangæinga bæði á Hvolsvelli og Rauðalæk. Tók Ólafur við Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.