Goðasteinn - 01.09.1972, Side 20

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 20
Einar H. Einarsson: Sel í Mýrdal FYRRI HLUTI - HVAMMSHREPPUR I. JJm heimildir. Allt fram um 1850 var það einn af þáttum bústarfa eða bún- aðarhátta Mýrdælinga að hafa málnytupening við sel hluta af hverju sumri, en litlar skriflegar heimildir munu vera til um selverur í Mýrdal. Hið eina, sem ég hef getað haft upp á af rituðum heimildum, er eftirfarandi: Lýsing Reynis- og Höfðabrekkusókna sr. Jóns Sigurðssonar á Stóru-Heiði í marz 1840. (Handrit ÍB. 18-21 fol. bls. 420, Lbs.): „Reynishverfingar höfðu áður selstöður í hellrunum í Vatnár- sundum fram á túnaslátt en leigðu selhaga í annað mál frá Heiðarábúanda; en útaf ágreiningi einkum um tollinn, og þá fénaður féll hjá Reynishverfisbændum, var þeim skildaga brugðið, og brúka nú einasta Hellur, Reynisholt og Reynishjáleiga selsátur í sínu landi fyrir austan Heiðarvatn. Frá Götum er annaðveifið verið í seli í þeirra landi norður á Gatnahraunum fram um sláttarbyrjun; um samatíma er í seli 18 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.