Goðasteinn - 01.09.1972, Page 25

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 25
Rústir Miðtunguselja, séð til norðausturs. Sauðafell í baksýn. Ljósm. E. H. Einarsson brúnina. Þar eru greinilegar húsa- og kvíarústir, þótt þeim hati verið mjög spillt við það, að þarna var síðar byggt sauðahús og í það notað grjót úr gömlu rústunum. Aðalgatan frá bæjunum upp á heiðarbrúnina er enn nefnd Sel- gata, og Seltorfur heyrði ég nefndar torfur austan við hólinn, en nú mun það nafn týnt. Norðvestur af Heiðardal er dalkvos, er nefnist Selkrókur. Þar um liggur markið milli Gatna og Heiðar. Vestanmegin í Krókn- um, austan í Gatnahraunum, er Gatnasel byggt við móbergsbrík, það er selið frá Götum, sem sr. Jón Sigurðsson getur um, að notað sé annað veifið. Skammt sunnar er Selgil, þar hefur sel- gatan legið yfir. I Heiðarlandi nærri austur af Gatnaseli, eru húsarústir. Þar er talið, að selið frá Stóru-Hciði hafi verið. Norðaustur af því eru daladrög, sem nefnast Áverkadalir. Heyrt hef ég gamalt fólk telja, að nafn sitt hafi þeir hlotið af því, að þá sól bar þar yfir, Goðasteinn 23

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.