Goðasteinn - 01.09.1972, Page 30

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 30
mér sé óhætt að fullyrða, að flutningur Brúnaselja á Skammadals- heiði hafi átt sér stað fyrir Sólheimajökulsgosið um miðja þrett- ándu öld. Undir vikurlaginu þaðan eru 2 lög sem virðist vera Kötluaska, sem faliið hafi í gosum, sem orðið hafi eftir landnám, og er þá ekki svo vitað sé í dag um önnur gos í Kötlu að ræða en seint á tólftu öld og um eða rétt fyrir árið 1000. Mér virðist eftir rannsóknum mínum á Brúnaselsrústum, að búið hafi verið að byggja þau áður en bæði þessi öskulög féllu, og sé aldurs- ákvörðun þeirra rétt, ættu þau sel ekki að hafa verið byggð síðar en á tíundu öld og gætu verið eldri og ef til vill verður hægt að ákveða aldur einhverra selrústa nákvæmlega, því öskulagarann- sóknir hér í Mýrdal eru enn svo að segja á byrjunarstigi. Ekki virðast hafa geymzt sagnir um fólk eða atburði í sambandi við selveru og má það heita undarlegt, eftir annari sagngeymd íslenzkrar alþýðu, aðeins hef ég heyrt eina sögu tcngda Dagmála- seljum, en þar sem ég hef sagt frá henni annarsstaðar, sleppi ég henni í þetta sinn. Fari svo, að einhverjir lesi þetta og hafi einhverju við að bæta, er það mjög vel þegið, því flest er nú að glatast, sem minnir á þennan þátt búskapar fyrri alda, varla annað að verða eftir en vallgrónar rústir og eitt og eitt örnefni. Skrifað 1971. E. H. E. 28 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.