Goðasteinn - 01.09.1972, Qupperneq 37

Goðasteinn - 01.09.1972, Qupperneq 37
Við sængurstokkinn sat oft minn, sveipuð lokkum fríðum. Sömu tryggðar hef ég notið hjá Jónínu og Jódísi. Axlaböndin notaði ég fram á fullorðinsár og hafði þau í miklum metum. Eitr sinn gaf Jódís mér gimbrarlamb að haustlagi af fátækt sinni. Það heppnaðist mjög vel, og mun ég eiga út af því tugi fjár. Jódís dó í hárri elli, eftir að ég var orðinn bóndi í Dalseli. Oft hefur mig iðrað þess, hvað ég sýndi henni litla ræktarsemi, þegar ég var kominn í nágrenni við hana. Það var svo lítið, sem ég vék henni, að það var víst lítið betra en ekki neitt. Fyrir tveimur árum var ég svo mikill lánsmaður að leggja í og áræða, að byggð yrði kapelia á Voðmúlastöðum. Gaf ég kapellunni þá lítilsháttar gjöf til minningar um Jódísi, sem var mér önnur móðir frá fæðingardegi mínum, alltaf söm og jöfn í tryggð og fyrir- bænum. Móðir mín fór með mig á hverju hausti í orlof að Stein- móðarbæ og Borgareyrum, en þar bjó þá Þórunn systir hennar með manni sínum Guðleifi Guðmundssyni. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Símon bróðir Guðleifs, sem drukknaði í Steins- holtsá haustið 1867, er hann var að fara til fjalls. Þau bjuggu í Syðri-Rotum og áttu 5 börn í ómegð. Mönnum varð það minnis- stætt, að Sporður, hestur Símonar, var meinstyggur, er leggja átti við hann beizli heima í Rotum á fjallferðasunnudaginn. Hann var lúspakur að eðlisfari, þrekmikill hestur og viljugur vel. Þórunni kom dauðsfallið ekki á óvart, sagði sr. Birni í Holti erindi hans að fyrra bragði, er hann kom daginn eftir til að tilkynna dauða Símonar. Við mæðginin áttum góða daga í orlofi okkar fyrir utan fljót. Þórunn frænka veitti vel, þegar hún hafði eitthvað á milli hand- anna. Hún hafði af því að segja, eins og fleiri, að þrengdist í búi, þegar kom fram á vetur. Þau hjónin áttu lítið bú en fóru vel með allar skepnur og höfðu góð not af sínu litla búi, því unnið var af miklu kappi alla daga, eins og þá gerðist. Eftir einu ævintýri man ég frá 9 ára aldri. Á nýársdag fór ég fram á heiði með Þorsteini Jóngeirssyni, sem þá mun hafa verið um tvítugt. Erindið var að líta eftir ánum um fengitímann. All- mikill snjór var á jörðu, létt loft en mikið frost og lítill norðan- Goðasteinn 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.