Goðasteinn - 01.09.1972, Page 39
Gnðrún Sigurðardóttir Guðlaug Hafliðadóttir
Seljalandi Dalseli
hrossin um í fönn, sum nær dauða en lífi. Vigdís föðursystir mín
brauzt á milli bæja þennan umgetna dag og gat nært nautgripina
á öllum þremur bæjunum í Neðra-Dal, þar sem aðeins börn og
unglingar voru heima. Við börnin létum veðrið ekki hafa áhrif
á gleði okkar, lékum okkur og flugumst á í bælunum, þó glugga-
boran væri kaffennt og myrkur í baðstofunni um hádaginn, ljós-
meti ekkert til á lampann.
„Öðruvísi mér áður brá
ofan í þig að líta og sjá“.
Ég held, að þetta hafi verið veturinn, sem sr. Björn í Holti
dó, 1874.
Á ungdómsárum mínum í Neðra-Dal voru margir erfiðleikar,
sultur og seira í búi og oftast naumt fóður handa fénaði. Veturnir
voru harðir með kafaldsbyljum og frostherkjum, óiíkt því, sem var,
er kom fram yfir 1890. Sauðfé hrundi þá oft niður úr ýmsri
Godasteinn
37