Goðasteinn - 01.09.1972, Side 44

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 44
að þetta væri ekkert Faðirvor. „Svona er það haft í Mýrunum", sagði Jón. Kölluðum við Faðirvor Jóns svo Mýra-Faðirvorið. I norðurbænum í Neðra-Dal bjuggu Árni Indriðason og Sigríð- ur Magnúsdóttir. Áttu þau 7 börn, Valgerði, Þuríði, Guðrúnu, Ingibjörgu, Jóhönnu, Erlend og Magnús. Fénaður var lítill, tvær kýr, 4-5 hross og um 20 kindur, en alltaf hafði Árni nóg fóður handa þessum fáu skepnum. Þær voru því vel framgengnar og furðanlegur arður af þeim. Fljá þessari fjölskyldu var oft þröngt í búi, unz börnin fóru að fara í dvöl til léttis um lengri eða skemmri tíma. I suðurbænum bjuggu Jóngeir Jónsson ættaður frá Hamra- görðum og Gunnvör Jónsdóttir frá Hlíðarendakoti. Þau eignuðust 4 börn, Þorstein, síðar bónda í Hallskoti, Katrínu, móður hálf- bróður míns, Árna Ingvarssonar kennara og bónda á Mið-Skála, Guðjón, er lengi bjó á Brekkum í Hvolhreppi, giftan Guðbjörgu Guðnadóttur frá Guðnastöðum og Jón. Hann bjó í Neðra-Dal, í Króktúni, Lambhúshólskoti og síðast í Vesturholtum. Kona hans var Margrét Guðlaugsdóttir frá Gerðum í Landeyjum. Þau eign- uðust 6 syni og eina dóttur, voru lengst af við lítil efni, þar til þau komust að Vesturholtum og börnin fóru að hjálpa til við búskapinn. Rættist þá allvel úr efnahagnum. Jóngeir og Gunnvör voru alltaf bláfátæk, enda bæði heilsulítil mestan hlut ævinnar. Gunnvör fékk snemma ævinnar veiki, sem kölluð var limafallssýki eða slétta-holdsveiki. Hún leið afskap- legar þjáningar, varð þó háöldruð. Duttu allar tær af fótum og fingur af höndum. Lengi var hún hálfblind og síðustu árin steinblind. Hún fluttist til Ólafs bróður síns í Stóru-Mörk, er Jóngeir brá búi 1893. Jóngcir gekk með voðalegt ýldusár á fæti frá æsku til æviloka. Á unga aldri rifu þeir Hamragarðabræður Jóngeir og Jón Kristinn hríslur úr bcrginu hjá Gljúfrabúa og kölluðu yfir sig reiði huldu- fólks, að gamla fólkið ætlaði. Jóngeir gekk klettagötu upp í Hamragarðaheiði og bar stungupál á baki. Hann missti pálinn, er við það særði hann aftan á kálfanum. Þau voru tildrög fúasársins, er alltaf var honum til meins og þó mest undir veðrabrigði. Jón Kristinn missti sjónina af slysi, er síðar getur. 42 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.