Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 45

Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 45
Jóngeir var iðjumaður mikill til lands og sjávar, rennismiður dágóður. Hann ferðaðist mikið, stundaði nokkuð lækningar, eins og faðir hans, og var oft sóttur til sjúkra. Bíld og blóðhorn notaði hann oft þeim til heilsubótar og varð mörgum að góðu liði. Eitt sinn var Jóngeir á ferð suður á Vatnslejrsuströnd og átti þá að hafa kynnt sig með þessum hætti: ,,Ég heiti nokkuð einkennilegu nafni, Jóngeir Jónsson. Sá Jón bjó í Hamragörðum undir Eyja- fjöllum. Sá Jón var góður læknir, þó ekki kunni ég að vera það. Þó er það sannmæli allra siðaðra manna í sveit minni, að ég hafi skarpt vit samfara skýrri þekkingu, hug, þrek, djörfung, handlag til að opna æð, þegar á liggur, setja á horn, og sömuleiðis set ég pípu“. Auðvitað var þessi klausa að mestu tilbúningur samferða- manna Jóngeirs og þá fyrst og fremst Sigurðar Jónssonar í Syðstu- Mörk. Ungir menn á Merkurbæjum voru þá léttlyndir, Guðjón Sigurðsson frá Aurgötu, Gunnar Björnsson frá Fitjamýri, Lúðvík Ólafsson og fleiri. Jóngeir og Gunnvör flosnuðu upp frá búskap sökum fátæktar og heilsuleysis. Gunnvör átti að fá framfæri sitt af sveitinni. Hún var mér alltaf góð og vinátta mikil með okkur. Við buðum hvort öðru heim, er við áttum afmæli. Var þó aldursmunur mikill, lík- lega yfir 60 ár. Ég heyrði oft um það talað, að niðurlæging væri að lenda á sveitinni og gat ekki hugsað til þess, að vinkona mín gengi þá götu. Gekkst ég þá fyrir því við þá bræður mína, Jón og Ingvar, að við tækjum að okkur að gefa með Gunnvöru fullt ársmeðlag, 60 krónur; skyldi ég borga helminginn en þeir sínar 15 krónurnar hvor. Gerði ég um þetta munnlegan samning við Ólaf í Stóru-Mörk og varð hann allshugar feginn. Ég átti, er hér var komið sögu, nokkrar kindur og bræður mínir um það bii jafnmargar, samtals. En þetta sumar dó Gunnvör í ágústmánuði. Hún fór því aldrei á sveitina, almáttugur Guð tók hana til sín inn á lífsins og sælunnar land til látinna ástvina og vina. Jón Kristinn blindi, var bróðir Jóngeirs, en systur hans voru Hallbera, sem lengi var vinnukona í Eyvindarholti hjá Sighvati Árnasyni og Ingveldur, sem giftist Magnúsi Magnússyni frá Fitjar- mýri. Jón varð blindur um 10 ára aldur með þeim hætti, að faðir Godasteimi 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.