Goðasteinn - 01.09.1972, Page 48

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 48
kemur í manns stað“. Ólöf vissi, að vinnan var bezta ráðið til að dreifa sorginni, og maður kom manns í stað hjá Guðrúnu, Markús Þórðarson frá Hildisey. Ólöf í Hamragörðum var heldur þurr á manninn og fáskiptin en raungóð og trygg, þar sem hún tók því. Hún var svolítið hag- mælt. Reiðhest sinn er Kópur hét, seldi hún til afsláttar út í Þykkvabæ og kvað þá: Kópi minn er kominn í Þykkvabæinn, kerlingarnar kokka hann þar, kátar rnjög og léttbrýndar. Guðrún ljósmóðir var væn kona og sköruleg. Eiríkur á Brúnum lýsir henni vel í frásögn sinni af jólamessunni í Dal. Messan sú er mér glögg í minni. Eiríkur stóð undir prédikunarstólnum, með- an sr. Sveinbjörn í Holti flutti jólaræðuna. Munu synir prests hafa talið það gert honum til storkunar, því áður hafði Eiríkur sent honum deilubréf um trúarkenningar. Markús í Hamragörðum var ágætur söngmaður, um skeið for- söngvari í Dalskirkju. Hann flutti frá Hamragörðum að Lágafelli í Landeyjum og dó litlu seinna. Flutti Guðrún þá til Vestmanna- eyja og lifði þar ekkja til elli. Á æskuárum mínum í Dalshverfi var hrörleg timburkirkja í Stóra-Dal, sem endurbyggð var um 1895. Frá henni á ég margar góðar minningar. Aldrei gat ég tekið undir með kirkjusmiðnum í Dal, sem hafði ort þessa gömlu vísu: Alvaldan ég um það bið, þó otir dauðafalnum, látir ekki liggja mig lík í svarta dalnum. Ég ætla að víkja aftur að æsku minni í Neðra-Dal. Á köflum kynntist ég sulti og seyru, át gras eins og skepnur, gómbeitlu og smæru á útmánuðum og vorin. Einu sinni lánaði Sighvatur í Eyvindarholti móður minni kú á góu, um þriggja vikna tíma. Hún var í 9 mörkum og á þeim lifðum við börnin, ásamt móður minni og föðursystur, unz úr raknaði með aðra björg. Faðir minn var þá í Eyjum á vertíð. Veðrið var fjarska gott þcnnan tíma, og ég held, að við höfum að nokkru leyti lifað á því, en oft var 46 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.