Goðasteinn - 01.09.1972, Side 51

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 51
vænlegar dætur. Með okkur hélst jafnan mikill vinskapur. Guð- mundur Einarsson varð bóndi á Fit og var góður kunningi minn tii æviloka. Lárus Bjarnason bóndi á Fitjarmýri og víðar var tryggur og góður vinur minn alla tíð. Sama er að segja um Andrés Pálsson, er lengi var bóndi í Berjaneskoti. Benóný lærði skósmíði og stundaði hana lengi, rak á efri árum verzlun í Reykjavík. Jón Stefánsson bjó lengi í Gerðakoti, flutti síðan til Vestmannaeyja. Hann var heppnisformaður um margra ára skeið, maður rólyndur og lífsglaður á hverju, sem gekk, drukknaði 1916. Jón sonur Sighvats Árnasonar í Eyvindarholti var aldavinur minn. Hann var lengi "bóndi í Efriholtum undir Eyjafjöllum, flutt- ist þaðan til Vestmannaeyja og var þar bóksali. Hann dó þar í hárri elli, var nokkur ár blindur. Marga ánægjustund átti ég með Jóni Sighvatssyni, hinni elskulegu konu hans, Karólínu Kristínu Oddsdóttur, og börnum þeirra. Kristín dóttir þeirra, kona Jóns Waagfjörð bakarameistara í Vestmannaeyjum, var mjög hænd að mér. Mun ég ekki hafa komið svo að Efriholtum, að ég gæfi henni ekki eitthvað gott í lófann. Seinni part vetrar lá ég einu sinni lengi rúmfastur. Var ég þá oft að setja saman vísur mér til dægrastyttingar. Ég sendi Stínu minni þá nokkrar gamanvísur, nefndi hana í gamni konuna mína. Þær eru nú líklega glataðar, og er þar ekki skaði skeður. Ein þeirra loðir þó enn í minni mínu: Allt tíminn mun sanna og senn fær það sýnt, að saman við blundum á dýnum, og kvendið hið unga mun klappa þá fínt kinnum á unnusta sínum. Sigurður Sigurðsson frá Barkarstöðum í Fljótshlíð og kona hans, Margrét Sveinsdóttir frá Vörum í Garði, fluttu að Selja- landi undir Eyjafjöllum vorið 1879. Um Svein föður Margrétar er þessi formannsvísa: Sveinn frá Vörum siglir heirn súða röru dýri. Á langri för um laxageim leikur á hjörum stýri. Goðasteinii 49

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.