Goðasteinn - 01.09.1972, Side 53
fyrir um 20 hesta hlóð ég aftur af húsinu. Skildi grjóthleðsla á
rnilli húsa, því ekkert timbur var til nema í árefti, efni voru eng-
in til útgjalda og langt til aðdrátta út á Evrarbakka. Lítinn lamb-
húskofa, er tók um tíu lömb, byggði ég á Bjallanum á Seljalandi.
Þar hafði ég 8 lömb veturinn eftir og fóðraði þau vel. Hafði ég
mikið gaman af því að horfa á þau, þegar þau hoppuðu stall af
stalli niður í vatnsbólið hjá Seljalandsmúla og síðan upp eftir
Bjailanum í litla kofann sinn til að gæða sér á ilmandi heyi.
Þessi vetur var afar harður frá því í janúar og fram til um
20. marz, sífelldir útsynningsbyljir frá miðjum janúar til þorra-
loka, og síðan skiptust á snjókoma og hlákublotar. Varð af þessu
samfelldur jökull á allri jörð og þó allra mest á láglendi. Haga-
snöp var því hvergi að finna, en hvarvetna var léttgangur og góð
færð. Síðasta sunnudag í góu var hlýtt og gott veður svo að tók
í til heiða. Daginn eftir, á góuþrælinn, sást í hæstu börð í Selja-
landsheiðinni, og á næstu dögum komu þar upp dálítil snöp. Víða
urðu bændur heylausir þetta vor og fénaðarhöld eftir því, fé
yfirleitt rýrt og sumt horféll. Ég hafði nóg hey fyrir litla hópinn
minn, fyrnti smátuggu.
Á Hólmabæjum komu hagar upp 10 dögum seinna en á Selja-
landi. Viku fyrir batann fargaði Jón bóndi Jónsson á Tjörnum
50 gemlingum, skar þá niður i kálgarðinn. Hann var þá að vcrða
alheylaus. Honum var hjálpað til að halda ánum lifandi. Einstaka
bændur gátu miðlað þeim, sem verst urðu úti. Bændur á Merkur-
bæjum, Dalseli, Steinmóðarbæ og Borgareyrum höfðu nokkurn
afgang og hjálpuðu þeim, sem verst urðu úti. Sama máli gegndi
um bændur í Holtshverfi, Magnús Sigurðsson í Hvammi o. fl.
Þetta er einhver allra versti vetur, sem ég man eftir.
Næstu ár urðu mér um margt „meini blandin“. Guðrún kona
mín dó 13. apríl 1899 og lét mér eftir einn son, Markús. Alda-
mótaárið 1900 hraktist ég að Neðra-Dal í Biskupstungum med
son minn og dvaldi þar í óyndi eitt ár. Ingibjörg systir mín flutti
þangað með mér ásamt uppeldissyni forcldra minna, Jón Kristm
Jónssyni, síðar klæðskera í Reykjavík. Árið eftir lg leið okkar
aftur undir Eyjafjöllin. Var þá áformað, að ég yrði bóndi í Eyvind-
arholti eftir Sighvat Árnason alþingismann, þótt það réðist á ann-
Godasteinn
51