Goðasteinn - 01.09.1972, Page 56

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 56
við mig til æviloka. Ég nam staðar á Kolviðarhóli og fékk þai hressingu fyrir mig og félaga mína hjá Sigurði Daníelssyni. Til Reykjavíkur komst ég um kvöldið heilu og höldnu. Nú var að bera fram erindið við bankastjóra Landsbankans. Er ekki að fjölyrða um það, ég fékk 10.000,00 króna víxil til þriggja mánaða. Var ég mjög þakklátur bankastjórunum fyrir þennan góða greiða og tiltrú, er þcir sýndu mér. Ég sneri svo að því að kaupa vörur, korn, kaffi, kaffibætir, sykur o. f 1., er gekk greiðlega. Ég kom heim 28. apríl og þótti hafa gert góða ferð. Leið svo tíminn til 6. maí, kom vélbáturinn Sindri þá frá Reykja- vík með vörurnar, og var þeim skipað á land við Holtsós, sem heppnaðist ágætlcga. Góðvinur minn í Reykjavík, Valdimar Jóns- son afgreiðslumaður, fékk bátinn leigðan og sá um flutninginn. Var það eitt af mörgum drengskaparverkum hans í garð minn. Enginn var ánægðari en ég yfir því, hvað þetta gekk allt að óskum. Oddviti Austur-Eyjafjallahrepps tók þó aldrei hlut hans í þessari matvöru, því eitthvað hafði þá liðkast með vöruflutning frá Vestmannaeyjum. Mér var það nokkur bagi, varð að flytja það úr sandi og koma því í verð, sem gekk að vild minni. Inn- heimta skulda varð í góðu lagi, svo ég gat greitt víxilinn á réttum degi. í nóvember 1918 barst spanska veikin til Reykjavíkur, og flutt- u.st ýmsar sögur, ekki fallegar, af henni hingað austur. Kom mér þá í hug að fá Vestur-Eyjafjallahrepp settan í sóttkví, því veikin fór eins og eldur í sinu austur um Árnes- og Rangárvallasýslur. Margir töldu þetta alveg þýðingarlaust og barnaskap af mér. Ég vakti máls á þessu við Einar Árnason í Miðey, og hafði hann nokkra trú á, að það gæti heppnast. Ég sneri mér þá til sr. Jakobs í Holti, sem var heldur vondaufur með, að hægt væri að verjast veikinni. Samstundis átti ég tal við Guðmund lækni á Stórólfs- hvoli. Kvað við svipaðan tón hjá honum og sr. Jakob. Nú fóru að berast ljótar sögur af veikinni frá Reykjavík, og kveið margur fyrir, að fá þennan voða í sveitina. Enn fór ég af stað og átti símtöl við sr. Jakob og Guðmund lækni og með þeim árangri, að ákveðið var af heilbrigðisstjórn Rangárvallasýslu að banna allar samgöngur við Vestur-Eyjafjallahrepp. Var þá skipaður vörður 54 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.