Goðasteinn - 01.09.1972, Page 59
raun bar brátt vitni um. Frú Kristín Símonardóttir var jörðuð að
Voðmúlastöðum 10. sept. við mikið fjölmenni. Maður hennar og
börn lögðu þá 1000 krónur í kapellusjóðinn til minningar um
hana. Gáfu þau jafnframt fyrirheit um meiri stuðning síðar, sem
drengilega voru efnd. Sigmundur Sveinsson var síðan vakinn og
sofinn að vinna að þessari hugsjón, sem nú er komin í vcrk.
Margir góðir menn hafa stutt að þessu með ráðum og dáð. Njóti
þeir heilir vilja og verka. Kirkja er nú aftur risin á Voðmúlastöð-
um, hlið himinsins, vígt bæn og trú í guðsfriði.
Auðunn Ingvarsson, bóndi og kaupmaður í Dalseli, höfundur þessa minn-
ingaþáttar, dó 10. 5. 1961 á nýbýlinu Leifsstöðum í Austur-Landeyjum, sem
ber nafn Leifs sonar han's, bónda þar frá upphafi. Þátt'nn samdi Auðunn
á síðustu æviárum sínum. Guðlaug Hafliðadóttir í Dalseli dó 28. des. 1941.
Heimili þeirra Auðuns var víðþekkt og vel mctið. Bréfasafn Auðuns, ásamt
dagbókum allt frá 1885, er varðveitt í Skógum.
Bókaunnendur
takið eftir
Hjá útgefendum GoSasteins fást eftirtaldar bækur á hagstæðu
verði:
LJÓÐ RANGÆINGA. Sýnisbók rangæskrar ljóðagerðar á 20.
öld. í bandi kr. 300,00, heft kr. 200,00.
AF SPJÖLDUM SÖGUNNAR. 22 þættir um fræga menn og
og mikla atburði eftir Jón R. Hjálmarsson. í bandi
kr. 250,00, heft kr. 175,00.
FRÁ HEIÐI TIL HAFS. Ævisaga Helga í Pykkvabæ eftir
Pórarinn Helgason. í bandi kr. 500,00.
FRÆGIR MENN OG FORNAR ÞJÓÐIR. 20 sögulegir þættir
Ný bók eftir Jón R. Hjálmarsson. I bandi kr. 450,00,
heft kr. 350,00.
Bækurnar verða sendar burðargjaldsfrítt, ef greiðsla fylgir
pöntun.
Jón R. Hjálmarsson.
Pórður Tómasson.
Goðasteinn
57