Goðasteinn - 01.09.1972, Side 60

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 60
Eitt gamalt kvæði Kveðið af séra Guðmundi presti til Reynis og Höfðabrekku á 16. öld, er missti þar embætti eins og segir þar í presta registrinu. Viðdrag: I Ijóðum bundið birti ég mál, bar svo tii á láði. Sónar gátu seggir bið ég ráði. 1. 1 fagri staddur fjalls var hlíð fleina týr um eina stund, grösin mátti finna fríð, fagurleg á alla lund, sólin vermdi vanga blíð, vantaði lítt á gleðinnar prjál. í ljóðum bundið birti ég mál. Hoskur dvelst þar halur um hríð, hættu ei neinnar gáði. Sónar gátu seggir bið ég ráði. 2. Fyrir neðan fagran reit fárleg voru klungur stór, hala björgin hvergi steit, hrein þar undir krappur sjór. Fagurt kvakar fugla sveit framan um þessi björgin hál. í ljóðum bundið birti ég mál. Hans var löngum lundin teit, er löndin byggja náði. Sónar gátu seggir bið ég ráði. 58 Goðastelnn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.