Goðasteinn - 01.09.1972, Page 66

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 66
til æskustöðva okkar undir Eyjafjöllum. Var mér það ljúft. Hún tjáði mér að það veitti sér ósegjanlega gleði að líta Fjöllin á hverjum morgni, gædd mikilli fegurð og tign Eyjafjallajökuls. Þar fann ég enn einn þátt tryggðar þeirrar, er Margrét bar til alls, er henni var kært. - Æskuheimilið mótar einstaklinginn. Heimili Margrétar veitti henni að veganesti ró og jafnaðargeð samfara hóflegri nýtni og myndarskap til allra verka. Ég veit að ástvinir hennar sakna hinnar traustu konu, en jafn- framt fá þeir að erfðum hennar góðu lífsgjafir og því eru þeir ekki berir að baki. Ég votta manni hennar, börnum, systkinum og öðru venzlafólki einlæga samúð. Ég mun geyma í þakklátum huga minningar um þessa horfnu vinkonu. Hvíl í friði, Margrét mín, í faðmi mildrar móður jarðar og í skjóli þess föður, er nú aftur gefur okkur að liðnum vetri, vor í dal. Sumardaginn fyrsta 1972. G. j. Frú Margrét Auðunsdóttir var Goðasteini „góður haukur í horni“. Hún var umboðsmaður ritsins í Fljótshlíð og rækti það starf með miklum ágætum. Því vill Goðasteinn geyma minningu hennar í grein frú Guðrúnar Jakobsdóttur á Víkingavatni. Sýnishorn af ljóðum Margrétar er í Ljóðum Rangæinga, sem Goðasteinsútgáfan gaf út 1968. 64 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.