Goðasteinn - 01.09.1972, Qupperneq 70

Goðasteinn - 01.09.1972, Qupperneq 70
á eigingirni, og lárinn sat á sínum stað, þegar kallið kom skyndi- lega hjá eiganda hans í miðri önn dagsins 15. nóvember 1971. Ég tók á móti lárnum 26. apríl í ár, og í dag skipar hann nýjan heiðursstað, meðal safngripa í Skógum og sannar það, að enn geta kjörgripir komið á safnreka. Hann hlaut hjá mér safn- númer 2771. Trafalár er fullt heiti hans. Nafn, lok og skreyting skilur hann frá lyppulárum. Gerð hans er á flesta grein smækkuð mynd korn- byrðu. Þar skilur það eitt á milli, að yfirgerð hans öll er lok á tréhjörum. Mynd sú, er fylgir þætti þessum, kemur um flest í stað lýsingar. Lárlokið er burstmyndað. Hliðarfjalir þess eru með útskornum laufaviðarbekkjum náskyldum skrauti á Skarðshlíðar- lár byggðasafnsins (nr. 1492, Goðasteinn 1965, 2. h. bls. 93-96). Framan á lokburst er letrað efst ártal, 1759, og undir eignar- merking með höfðaletri: SID A, sem þýtt gæti Sigríður Jóns- dóttir á, eða eitthvað í þá átt. Til beggja hliða eru laufaviðir. Hér má sjá ummerki eftir hespu eða lokun einhverskonar. Lárinn er með okum á hornum og breiðum rimum ofan og neðan og ífelldum litlum standþiljum milli rima. Hér eru auð- læsar höfðaleturslínur á hliðum og göflum. Rist er hér vísa og vantar endir en sú bótin, að vísan kemur víðar fyrir í tréskurði: ALLAR HEILLER FAÐU FLIOÐ FINDU EI SORG AF STRIÐE SIERTU OG VERTU SÆT. Meira hefur ekki komizt fyrir á skurðflötum, en heil mun vísan svona: Allar heillir fáðu fljóð, finndu ei sorg af stríði. Sértu og vertu sætan góð sæmdum dæmd og prýði. Neðan á botn lársins er krotað frádráttardæmi með fráleitri útkomu: 1694-r-1759=135. Hér kemur fram smíðaárið, en 1694 mun annaðhvort stefna að smið eða eiganda og hið fyrra öllu lík- legra. Þarf t. d. ekkert að mæla gegn því, að 63 ára gamall maður hefði smíðað gripinn. Lárinn er smíðaður úr kvistalausri furu. Hæð oka er 17 cm, hæð um miðju 18,5 cm, breidd framhliðar 25,5 cm, gafls 19,5 cm. Einhver tók sig fram um að þokka lárinn til ekki alls fyrir 68 Goðasteum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.