Goðasteinn - 01.09.1972, Page 72

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 72
Haraldur Jónsson: „Langt er síðan liðið" Þrjú atvik frá æskuárum mínum komu fram í hugann, glampar frá lífskjörum og lífi. Foreldrar mínir, Jón Hinriksson og Karitas Ólafsdóttir, bjuggu í vesturbænum í Reykjavík, í torfbæ, sem kallaður var Klöpp og stóð á Selsholti. Þar er nú Brekkustígur 14, bakhús, orðinn eign borgarinnar og þess vegna kominn að falli af viðhaldsleysi eins og venjulegt er um gamlar eignir, sem borgin á. I torfbænum fæddumst við öll systkinin sjö og ólumst upp í honum. 1905-1906 virtist bærinn vera kominn að hruni af fúa. Undu foreldrar mínir því bráðan bug að því að byggja hús á lóðinni. Var það látið standa við austurgaflinn á torfbænum, sem látinn var standa áfram. Engin spýta var tekin úr honum nema bað- stofuhurðin, sem notuð var fyrir geymslukompu í kjallara húss- ins. Annan eða þriðja morguninn, sem komið var út úr nýja húsinu, lá gamli bærinn allur í moldarhrúgu. Varla mátti því tæpara standa með flutninginn úr bænum. Fyrir líklega tveimur eða þremur árum lýsti Ásgeir Blöndal Magnússon eftir því í þættinum „Um íslenzkt mál“ í Ríkisút- varpinu, hvort nokkur kannaðist við orðið vængjareið og bað um að láta sig vita ef svo væri. Minntist ég þá atviks, sem mér var sagt frá og gerðist fyrir mörgum árum að Lindargötu 47 (nú 49) hér í bæ. Þar bjó þá Sveinbjörn Björnsson skáld. Dóttur átti hann, er Halldóra hét. Það var að vetri, rigningar höfðu staðið um tíma, svo allar götur flutu í vatni. Hljóp svo í gaddhörku, og urðu allir vegir illfærir af hálku. Dag nokkurn gerði hvassviðri, sem jókst eftir því sem leið á daginn, og um kvöldið mátti heita komið stólparok. 70 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.