Goðasteinn - 01.09.1972, Side 74
frakkanum frá sér og jakkanum. Var þar að sjá röðina af flöskum
innan á buxnastrengnum, og allar voru þær fullar af víni. Þegar
Sveinbjörn sér þetta, segir hann:
Þegar sló mitt hjarta hryggt,
- hýr og nógu glaður -
innra bjó um eitthvað tryggt
Einar skógarmaður.
Og þá var setzt að veizlufagnaði! Gesturinn var Einar
Sæmundsen skógræktarmaður. Og mikið var kveðið það kvöld
og mörg hugsun felld í stuðla.
Einn af góðvinfum Goðasteins, Haraldur Jónsson prentari að Laugaveg 155,
sendi honum þennan skcmmtilega smáþátt, og veri hann blessaður fyrir.
SKESSULEIKUR 1 VESTMANNAEYJUM
Nú munu börn líklega hætt að leika skessuleik. Formálar hans
voru með ýmsum hætti. Leikendur eru skessa, bóndi og börn hans.
Hér er formálinn frá Vestmannaeyjum frá lokurn 19. aldar og er
farið eftir handriti Sigfúsar M. Johnsen fyrrv. bæjarfógeta:
„Ramra vætta, ket, ket í pottinn." „Gcf mér barn“ sagði skess-
an. „Ekkert barn“ var svarið. „Ég skal greiða því með gull-
kambi.“ „Ekkert barn.“ „Gefa skal því steik af villibráð, hjörtu
og nýru og allt það, sem bezt er.“ „Ekkert barn.“ „Þá skulu
hendur skipta, og vel ég mér það barnið, sem mér lízt bezt á. Nú
fær það ekki annað en gorið og gallið, vélin og svilin." „Hana
þá“ sagði bóndinn „og vel ég fyrri kostinn og gef þér barn,
gangirðu að því.“ „Hvort á ég að bera þig, anginn minn, eða
leiða þig eða draga?“ Varð af þessu hinn mesti eltingaleikur, er
barnið slapp frá skessunni, og hlupu nú öll börnin til að hjálpa
barninu og söfnuðust kringum skessuna eins og hrafnager, og
varð hún að síðustu að láta í minni pokann og gefast upp.
72
Goðasteinn