Goðasteinn - 01.09.1972, Blaðsíða 75
]ón R. Hjálmarsson:
Blóðbrúðkaupið í París og Hinrik 4.
Á liðnum öldum hafa fáar styrjaldir verið svo grimmilegar og
miskunnarlausar sem trúarbragðastríðin, er þá oft á tíðum hafa
jafnframt verið borgarastyrjaldir. Tortryggni, ofstæki og blint
hatur eru gjarna fylgifiskar slíkra átaka og úr þess háttar jarðvegi
hafa sprottið hin grimmilegustu illvirki og sum ólýsanlegustu of-
beldisverk sögunnar. Alræmdasta trúarbragðastríðið í Evrópu má
vafalaust telja þrjátíu ára stríðið í Þýzkalandi á fyrri hluta 17.
aldar. í ófriði þeim kvað svo ramt að villimcnnsku og grimmd,
eyðileggingu verðmæta og upplausn allra góðra siða, að talið er
að það hafi tekið þýzku þjóðina aldir að ná sér eftir þann hildar-
ieik og vafasamt hvort henni hefur í rauninni nokkurn tíma
heppnast það til fulls. En það voru ekki aðeins háðar trúar-
bragðastyrjaldir í Evrópu á 17. öld, heldur engu að síður á
þeirri 16., öld siðaskiptanna um norðanverða álfuna.
I Frakklandi, þar sem kaþólsk trú hélt velli og mótmælendur
voru alltaf í miklum minni hluta, kom engu síður til grimmilegra
átaka. Mátti heita borgarastyrjöld í landinu allan síðari hluta 16.
aldar milli fylgjenda hins gamla siðar og mótmælenda, er þar
í landi báru hið undarlega nafn hugenottar. Inn í þessi trúar-
bragðaátök biönduðust að sjálfsögðu stjórnmál af ýmsu tagi,
ríkiserfðamál og togstreita fjölmargra valdasjúkra manna og
kvenna, svo að upp úr öllu saman spruttu alls kyns glæpir, hryðju-
verk og fjöldamorð á borð við blóðbrúðkaupið illræmda í París
árið 1572, er hér verður rætt lítillega.
Mótmælendatrúin breiddist út í Frakklandi aðallega frá Sviss,
þar sem hinn franski strangtrúarmaður Jóhann Kalvin hafði stofn-
að kirkjudeild sína í borginni Genf. í Frakklandi ríkti um þessar
mundir Hinrik 2. konungur, sonur Franz 1., þess er lengst átti
Goðasteinn
73