Goðasteinn - 01.09.1972, Side 77

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 77
Þessi áhrifastaða hertogans styrktist til muna við iát konungs 1559, því að þá varð hinn ungi prins konungur í landinu og nefndist Franz 2. Prinsinn var aðeins 15 ára, er hann kom ti! valda, en samt var hann talinn myndugur. En með því, að hann var vart af barnsaldri og auk þess mesti vesalingur til heilsu, fór svo sem við mátti búast, að drottningarfrændinn, hertoginn af Guise, réð því sem hann vildi. Auk þess kom nú fram á sjónar- svið stjórnmálanna móðir konungsins, hin ítalska Katrín af Medici. Sem drottning Hinriks 2. hafði Katrín aldrei látið mikið að sér kveða. Hún hafði frá upphafi verið fremur illa séð af franska háaðlinum og hafði auk þess ætíð staðið að nokkru í skugga hinn- ar myndngu aðalsdömu, Díönu af Poitiers, hjákonu konungsins. En við lát manns síns fékk Katn'n gullið tækifæri sem konungs- móðir og lék þar hlutverk sem meðalgöngumaður milli hinna stríðandi aðalsmannaflokka af töluverðri kunnáttu, enda leikin í vélabrögðum ítalskra stjórnmála frá fornu fari. Hún átti til að bera allgóðan skilning á stjórnmálum, en tortryggni hennar og taumlaus valdagræðgi olli því, að oft dró þar ský fyrir sólu skynseminnar. Þegar eftir valdatöku Frans 2. hófust geigvænlegri ofsóknir gegn húgenottum en nokkru sinni áður, og stóð hertoginn af Guise að sjálfsögðu fyrir þeim. Hélt svo fram um skeið, og gripu húgenottar til ýmissa örþrifa- ráða til að verja sig. Eitt af því, sem þeir tóku til bragðs, var að efna til samsæris um að myrða hinn mynduga hertoga, höfuð- paur ofsóknanna. En áður en til framkvæmda kæmi, komst allt ráðabruggið upp og máttu margir leiðtogar húgenotta bæta fyrir með lífi sínu. En trúarofsóknir kaþólskra féllu skyndilega niður, er hinn veikbyggði drengur, sem bar konungsnafn í landinu, andaðist í árslok 1560. Þá hélt hin unga og fagra María Stuart heim til ríkis síns í Skotlandi og lenti þar brátt í nýjum ævintýrum, en um leið féll valdagrundvöllur frænda hennar, hertogans af Guise, við frönsku hirðina. Næstelzti bróðirinn kom nú til valda. Nefndist hann Karl 9. og var aðeins níu ára að aldri. Móðir hans tók að sér landstjórn- Goðasteinn 75

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.