Goðasteinn - 01.09.1972, Page 84
hann gat varla heitið heill á geðsmunum. Borgarastyrjöld brauat
þá út að nýju og hélt áfrarn næstu ár með fáum hléum.
Árið 1584 andaðist yngsti sonur Katrínar ekkjudrottningar.
Hann hafði staðið næstur til ríkiserfða eftir konunginn bróður
sinn. Enginn þeirra bræðra hafði eignast lögmæta erfingja, svo að
næstur til ríkiserfða varð nú frændi þeirra Hinrik af Navarra,
leiðtogi húgenotta. Kaþólska bandalagið neitaði algjörlega að
viðurkenna hann og tók í staðinn aldraðan frænda hans sem ríkis-
erfingja í landinu. Valt á ýmsu næstu ár, en hertoginn af Guise
og aðrir strangkaþólskir náðu sterkari aðstöðu um skeið. En
ósigur spænska flotans 1588 varð mjög til að breyta hlutföllun-
um húgenottum í vil. Hertoginn af Guise kom sér um svipað
leyti líka alveg út úr húsi hjá konungi sakir ráðríkis og afskipta
og varð endirinn sá að konungur lét myrða þenna aldna vin og
samstarfsmann hirðarinnar.
Eftir morðið á hertoganum gerðu kaþólskir menn uppreisn
gegn konungi og fór svo að hann neyddist til að gera bandalag
við Hinrik af Navarra og húgenotta til að fá haldið velli og
mátti segja að mjög hefði þá verið orðið skipt um hlutverk.
Ekkjudrottningin, Katrín af Medici andaðist einnig um þessar
mundir og aðeins hálfu ári eftir morðið á Guise var sjálfur kon-
ungurinn myrtur af heittrúarmunki einum. Þar með sýndist leið
Hinriks af Navarra til franska hásætisins liggja opin og konung-
urinn, Hinrik 3. viðurkenndi hann á deyjanda degi sem eftir-
mann sinn.
Er hér var komið, var franska þjóðin nánast örmagna eftir
áratuga borgarastyrjöld. Trúarhitinn var nokkuð tekinn að kulna
cn samt var hann nægur til þess að kaþólskir menn, sem voru
mikili meiri hluti þjóðarinnar, neituðu með öllu að viðurkenna
Hinrik af Navarra, villutrúarmanninn, sem konung sinn. Sérstak-
lega var andstaðan gegn honum sterk í París, höfuðborg landsins,
þar sem íbúarnir höfðu alltaf haldið fast við fornan sið. Hinrik
tók nú upp harðvítuga baráttu fyrir konungdæmi sínu með hjálp
trúbræðra sinna og hélt svo fram um árabil. En þar sem Hinrik
var ekki aðeins dugmikill og vitur foringi, heldur jafnframt hleypi-
dómalaus í trúmálum sem öðru, þá skildist honum brátt, að hann
82
Goðastehm