Goðasteinn - 01.09.1972, Page 87

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 87
frjáls og hafin var mikii framræsla og landþurrkun og kvaddi konungur til hollenzka sérfræðinga til að stjórna þeim fram- kvæmdum. Víða voru grafnir skipaskurðir, lagðir vegir og gerðar brýr til að greiða fyrir samgöngum og örva atvinnulífið. Þá var mikið gert til að efla iðnað í landinu og á þessum árum hófst stórtæk framleiðsla á ýmsum skraut- og munaðar- vörum, sem Frakkland var síðar frægt fyrir. Silkiræktin varð mikilvæg atvinnugrein og fékk konungur ítalska silkiræktarmenn til að kenna Frökkum þenna dýrmæta og vandmeðfarna iðnað. Utanríkisverzlunin tók brátt að blómgast og óx ótrúlega á skömm- um tíma. Skipastóllinn efldist og Frakkland varð á þessum árum töluvert flotaveldi. Jafnframt vaxandi viðskiptum út á við, fengu þeir Hinrik konungur og samstarfsmenn hans áhuga á að ná yfirráðum í fjarlægum heimsálfum. Koligny hafði þegar á árum borgarastríðsins reynt að stofna franska nýlendu í Suður-Ameríku, en sú tilraun fór af mörgum ástæðum út um þúfur. En eftir að friður komst á í landinu, tóku framtakssamir menn að sigla um heimshöfin og kanna framandi lönd. Frægastur þessara leiðangurs- manna var Champlain, sá er kannaði Kanada og stofnaði þar borgina Quebec árið 1608, aðeins ári síðar cn Englendingar stofnuðu nýlendu sína í Virginíu. Quebec varð brátt miðstöð franskra yfirráða og landnáms víðsvcgar um Norður-Ameríku og um langt skeið voru jafnvel meiri líkur á að þessi víðáttumikla og auðuga heimsálfa yrði franskt fremur en enskt land, þótt á annan veg færi. Utanríkisstefna Hinriks konungs var eftir friðarsamningana við Spán 1598 fremur varkár næstu árin. Alltaf veitti hann þó Niður- lendingum verulegan stuðning í uppreisn þeirra gegn Spáni, en þrátt fyrir það komst hann í töluvert vinfengi við páfann og fékk lcyfi hans til að skilja við drottningu sína Margréti, þá er hann gekk að eiga í blóðbrúðkaupinu alræmda 1572. Hjónaband þeirra var barnlaust og auk þess þótti konungi meira en nóg um ábyrgðarleysi hennar í ástamálum, þótt hann kallaði ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hann skildi við Margréti 1599 og gekk árið eftir að eiga ítalska aðalsdömu, Maríu af Medici. Með þeim ráðahag stvrkti hann bæði fjárhag sinn og aðstöðu á Goðasteinn 85

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.