Goðasteinn - 01.09.1972, Blaðsíða 90
við tveir, sem höfum hattinn á höfðinu. þegar allir aðrir taka
ofan“. Þá hló Hinrik 4. og sagði bóndanum eins og var. Bauð
hann honum síðan inn í höllina og gerði vel við hánn.
Margar svipaðar sögur voru sagðar af þessum ástsæla konungi
og allar lýsa þær honum sem glaðlyndum, hreinskilnum og hressi-
legum manni, er fátt vílaði fyrir sér, þegar því var að skipta.
Hann var hetja, sem gjarna lét vaða á súðum, en var jafnframt
laus við allan smásálarskap, drcngur góður og hvers manns hug-
ljúfi. Það er ekki að ófyrirsynju að hans er ætíð minnst sem eins
ágætasta konungs Frakklands.
]ón R. Hjálmarsson:
Haustljóð
Sumarið kveður, sól á himni iækkar,
söngfuglar þagna og halda burt af landi.
Bylgjurnar rísa og brotna fyrir sandi,
blikan í norðri færist nær og stækkar.
Blóm drúpa höfði og deyja fyrr en varir,
dimmir í lofti, vindur hvín í stráum.
Búsmali norpar í haga hélugráum,
hljóðlega streymir áin fram um skarir.
En þrátt fyrir kulda, vakir vorsins andi
og vermir oss á hausti um hjartarætur.
Því dreymir oss sól um dimmar veturnætur
og dýrlega birtu skynjum yfir landi.
Við gefumst ei upp, en áfram stígum spori,
þótt útsynningsélin bíti kalt á vanga.
Styttist þá óðum leiðin langa og stranga. -
Litfögur anga blóm á nýju vori.
88
Godasteimi