Úrval - 01.02.1978, Síða 92

Úrval - 01.02.1978, Síða 92
90 tJRVAL þúsund krónur parið. Þrír sterkustu gjaldmiðlarnir voru sígarettur, kaffi ogsúkkulaði. Pakki af sígarettum var minnst 7.500 króna virði og skipti um eiganda mörg hundmð sinnum. Lengi vel tókst rússum að eyði- leggja sérhverja tilraun vesturveld- anna til að lagfæra gjaldmiðilinn. Loks gripu Bandaríkin, Bretland og Frakkland til þess ráðs að reka hin hernumdu svæði sín sem eina efnahagsheild. Þetta líkaði rússum miður. 20. mars 1948 strunsaði herstjóri rússa í Þýskalandi, Vassilí Sókólofskí marskálkur, út af fundi herráðs bandamanna, samkundunni sem stjórnaði Þýskalandi. 1. apríl var hraðlestin ,,Berlíner” stöðvuð við Marinborn, þar sem hún átti að halda inn á svæði rússa, og send aftur til Frankfurt. Tvær aðrar lestir voru einnig stöðvaðar þennan dag. Það kostaði Berlín 600 tonn af mikilvæg- um nauðsynjum. Clay hershöfðingi lét flugvélar koma með 60 tonn af hinum allra nauðsynlegasta varningi. 5. apríl gerði sovésk orrustuflugvél af gerðinni Jak 3 atlögu að breskri flugvél, sem var að nálgast Berlín á einni af þeim þremur flugleiðum, sem fráteknar voru fyrir alþjóðlega flugumferð. Jak-vélin geystist fram hjá bresku vélinni, sem flutti tíu farþega, beygði krappt upp á við aftur og kom á móti. Flugvélarnar rákust saman, nef í nef, í þúsund feta hæð og hröpuðu. Allir fórust. En þrátt fyrir ertingar sovétmanna héldu vesturveldin áfram efnahags- uppbyggingunni í Vesturþýskalandi. Leiðalokunin fylgdi í kjölfarið. Rússar vildu ekki ræða málin, þeir ætluðu einfaldlega að halda öllum íbúum Berlínar, körlum, konum og börnum, sem gíslum. Kraftasýning Clay hafði hrundið af stað einni fífldjörfustu björgunaráætlun, sem nokkurn tíma hafði verið efnt til. Allt í allt kynnu bretar að hafa ráð á 50 flugvélum. Engar franskar flutn- ingaflugvélar voru tiltækar, því franski flugherinn var önnum kafinn í Indókína. Einu flutningaflug- vélarnar, sem bandaríski flugherinn hafði i Evrópu, auk tveggja fjögurra hreyfla C-54 Skymaster, voru 102 C-47, uppnefndar „svartfættu alba- trossarnir,” sem gátu borið tæp þrjú tonn hver. Þótt sumir flugmannanna kölluðu C-47 vélarnar „þolinmóðustu flug- vélar, sem til væru,” máttu þær allar muna fífil sinn fegri. Joseph Kaeser, einn þeirra sem fyrstur flaug þennan dag, flaug þessa ferð og ótal fleiri síðar í flugvél með biluðum flugmæl- um. Og þar sem að flest ljósin x mælaborðinu voru dauð, var vasaljós einn nauðsynlegasti hluturinn í hverri flugferð. Francis Kennedy lenti í vonskuveðri á leiðinni og komst þá að því að framrúðan í flugvélinni hans lak eins og hrip. Þegar hann var lentur var hans fyrsta verk að hella úr stxgvélunum sínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.