Úrval - 01.02.1978, Page 94
92
ÚRVAL
móinn. „Hafið þér hugsað þetta
nákvæmlega?”
,,Við verðum að aka okkar seglum
eftir vindi — eftir því hvaða stefnu
málin taka,” svaraði Truman. ,,En
mergurinn málsins er sá að við erum
í Berlín vegna samkomulags og rússar
hafa engan rétt til að reka okkur
þaðan, hvorki með beinum eða
óbeinum þrýstingi.”
Önnur veigamikil ákvörðun fylgdi
í kjölfarið. Truman vildi að vísir
Clays að loftbrú yrði aukinn og góðu
skipulagi komið á. Það yrði að taka
allar fáanlegar flugvélar í Evrópu í
gagnið. Einhvern veginn varð að
fæða Berlín ,,þótt til þess þurfi að
taka hvern einasta Piper Cub í
Bandaríkjunum”. Forsetinn gaf
einnig heimild til — með tafarlausu
leyfi breta — að halda „krafta-
sýningu,” með því að senda flota af
B-29 til Englands og Þýskalands. Með
því móti yrðu þessi risaflugvirki, sem
rússar vissu vel að vom til flutninga á
kjarnorkusprengjum, innan seilingar
Moskvu.
Verkefni vistir
LeMay hershöfðingi hafði fyrirfram
getið sér til um hug Tmmans og
kallaði inn flugvélar alla leið frá Vín
og Bremen. Allar flutningavélar í
Evrópu vom reiðubúnar. En það
þurfti langtum fleiri — framar öllu
C-54, sem bám nærri níu tonn.
Yfirmaður þessara nýju flugflutn-
inga var Joseph Smith, hinn 47 ára
gamli yfirmaður herstöðvarinnar í
Wiesbaden. Hann tók við starfinu
þegar honum var sagt, að það myndi
standa í tvær vikur. Þegar ákafur
blaðafulltrúi, sem var mjög áfram
um að gera þennan viðburð eins
dramatískan og hægt væri, heimtaði
hnyttið nafn á verkefnið, tautaði
Smith: „Andskotinn er þetta! Við
flytjum nauðsynjar, drengur. Ef þú
vilt endilega láta það heita eitthvað,
skaltu kalla það ,,vistir. Þar með
vom loftflutningarnir búnir að fá
nafnið sitt: Verkefni vistir.
Á fundir 20. júní var flutninga-
stjóri Smiths, Edward Willerford,
majór, svo bjartsýnn að tilkynna, að
20. júlí myndu þeir flytja 1500 tonn
til Berlínar á sólarhring. Þenna sama
dag tókst með sameiginlegu átaki 60.
og 61. flutningaliðsins að flytja 384
tonn. Að spá fjórföldun á þeim
flutningum þremur vikum sýndist
fásinna.
Raunar hafðist það. En það kostaði
nokkuð. LeMay neyddist til að kveðja
til alla mögulega starfskrafta til
starfa, meira að segja þá flugmenn
sém látnir höfðu verið hætta að
fljúga. Þrátt fyrir það þóttist hver sá
flugmaður góður, sem náði sjö
stunda svefni á hverjum 36 klukku-
tímum.
Dag og nótt vom flugvélar á
ferðinni eftir hinum þremur al-
þjóðlegu flugleiðum, „loftgöngun-
um” svokölluðu: 104 bandarískar
flugvélar og 50 breskar, hlaðnar
hverjum þeim nauðsynjum sem
tiltækar vom hveriu sinni. Flug-