Úrval - 15.12.1980, Side 3

Úrval - 15.12.1980, Side 3
1 13. hefti 39. ár Úrval Jól 1980 Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Úrval kemur út sem sérstakt jólahefti. Vissulega hefur efni desemberheftis iðulega verið með nokkrum jólablæ, en það hefur ekki hlotið heiti sem slíkt. Það gæti verið fróðlegt að sjá hvernig lesendur kunna þessu uppátæki okkar og við viljum eindregið benda á, að ekki er úr vegi að stinga niður penna og senda ritstjórninni tilskrif. Þetta ár er nú mjög á enda og ekki verður annað sagt en að það sé að mörgu leyti eftirminnilegt ár. Hver og einn gerir upp við sig hvað honum þykir eftir- minnilegast, en úr þjóðlífinu almennt mætti þó ætla, að þrennt yrði lengst í minnum haft: Tilurð nýrrar ríkisstjórnar með þeim úlfaþyt, sem í kringum •'hana varð, forsetakosningarnar sem urðu til þess að Islendingar eignuðust fallegasta forseta í heimi, umbrotin og sviptingarnar í kringum Flugleiðir. Ef til vill verður bankamannaverkfallið líka í annála fært, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þær virðulegu peningastofnanir loka svo alfarið á kúnnann. Hvað nýtt ár færir okkur vitum við ekki til neinnar hlítar. Þó liggur sumt fyrir, svo sem eins og peningabreytingin. Eins og kunnugt er verður krónan hundraðfalt verðmeiri frá og með miðnætti á gamlárskvöld og eru það út af fyrir sig mikil tíðindi og góð, því það er fáránlegt að vera með í höndum og umræðu þær gífurlegu tölur sem við gerum nú með verðgildi langt fyrir neðan krónufjöldann. Lágt verðgildi eins og við höfum búið við leiðir til virðingarleysis fyrir einingunni og þannig til skeytingarleysis um gjaldmiðilinn sem slíkan. Þyngri króna getur, ef vel tekst til, verið áfangi í þeirri viðleitni að gera þjóðfélagið traustara og eftirsóknarverðara í sambúð. Þetta verður þó skammgóður vermir, ef gengissig og gengisfellingar ásamt óðaverðbólgu fær að grassera áfram og gera góðar meiningar að engu. Við skulum vona hið besta, og í trausti þess óskar Úrval lesendum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, um leið og það þakkar samfylgdina á árinu 1980. * Ritstjóri. Kápumyndin: Veturinn hefur verið mildur og geðgóður það sem af er. Það sýnir þessi ungi gráreynir sem stendur undir föli vetrarins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.