Úrval - 15.12.1980, Qupperneq 6
4
ÚRVAL
guðspjallinu var þar alltaf fastur og
áhrifaríkur liður. Þetta var ætíð stór
stund fyrir börnin, en engum þótti
þó meira í hana varið en Walter.
Svo rennur upp sú stund þegar
Jósef og María ganga hægt inn á
sviðið. Jósef leiðir Maríu til öryggis.
Þau nema staðar framan við hótelið
og drepa á útidyrnar sem komið hafði
verið fyrir á máluðu baksviðinu.
Walter stóð fyrir innan, í hlutverki
gistihúseigandans, og beið.
,,Hvaða erindi eigið þið?” spurði
hann um leið og hann opnaði dyrnar
fremur hranalega.
,,Við erum að leita að húsaskjóli í
nótt.”
Walter horfði til þeirra og sagði
með áherslu:
,,Það er ekkert rúm fyrir ykkur hér
í gistihúsinu.”
,,Við höfum víða leitað fyrir okkur
en alls staðar án árangurs. Við erum
komin langt að og erum sárþreytt. ’ ’
,Já, en hér er ekki heldur neitt
rúm fyrir ykkur eins og ég hef sagt.”
Walter var bæði ákveðinn og alvar-
legur.
,,Góði gestgjafi, þetta er konan
mín, hún María, hún er þunguð og
væntir sín innan skamms. Hún þarf
nauðsynlega að njóta hvíldar. Það
hlýtur að vera eitthvert horn hér 1
húsinu þar sem húngetur fengið að
hvílast. Hún er svo þreytt.
Nú fyrst var sem gistihúseig-
andinn hugsaði málið með ofurlítilli
samúð og leit til Maríu. Stðan varð
löng þögn, — svo löng að áhorf-
endurnir voru að verða alvarlega
órólegir.
,,Nei, snautið burt,” hvíslaði
áminnarinn á bak við sviðið.
,,Nei!” endurtók Walter sjálf-
krafa. „Snautið burt!”
Harla vonsvikinn tókjósef utan um
Maríu á ný. Hún hallaði höfðinu að
öxl hans, og þannig gengu þau út.
En gistihúseigandinn gekk ekki
inn aftur. Hann horfði hryggur á eftir
þessum óhamingjusömu hjónum
með opinn munn, og tár tóku að
streyma niður kinnar hans.