Úrval - 15.12.1980, Síða 10

Úrval - 15.12.1980, Síða 10
8 ÚRVAL Morihei. Hún hafði lítillega byrjað að kynna sér aikido áður en hún fór frá Frakklandi. Þessi bardagaaðferð byggist á varnarsálfræði og er sér- staklega gagnleg andspænis vopnuðum óvinum. Aikido á rætur sínar að rekja til samurai-hermanna hins fornajapans. Þegar þessi roskna kona, Jeanne Liberman, kom aftur heim tii Frakklands, hélt hún áfram námi undir handleiðslu Tadishi Abe. Þegar hún var 72 ára, fékk hún svarta beltið sitt í aikido. Þá hellti hún sér út í kung-fu, bardagaíþrótt, sem munkarnir í Shaolinklaustrinu í Norður-Kína þróuðu. Á áttræðis- afmælinu sínu afhenti kennarinn, Hoang Nam, henni svarta beltið í kung-fu — og það á sér enga hlið- stæðu. Nú er hún 86 ára en lítur ekki út fyrir að vera orðin 65 ára. Það verður ekki með nokkru móti séð, að hún hafi misst snefil af styrk sínum, lipurð og lífsþrótti. Ég horfði með undrun og aðdáun á þessa smávöxnu, gömlu konu — 154 sentimetrar á hæð og 49 kíló á þyngd — þegar hún skellti á augabragði þrautþjálfuðum karlmanni, 186 sm háum (og minnst 90 kg) — og endurtók þetta alls níu sinnum! ,,Þetta geta allir,” sagði hún. ,,Það er bara spurning um að vilja.” Ég maldaði í móinn og sagði að fyrr eða síðar hlytu allir að finna ellina þjaka sig. Hún leit á mig með sínum sérkennilegu, grábláu augum ogsvaraði. ,,Ellina? Hvað erþað?” Jeanne Liberman á nú sína eigin stofnun á Place de la République 1 París, þar sem hún kennir sérstaka tegund jóga, aðlagaða vestrænum heimi, fyrir utan sína einstæðu varnartækni, sem hún hefur byggt upp og þróað út frá hinum austrænu bardagaíþróttum. Ég átti bágt með að trúa, að þessar pelsklæddu, háhæluðu konur, sem komu til hennar — margar komnar yfir sjötugt — iðkuðu svona íþróttir. En þær brugðu sér í sloppa og í rúman klukkuríma æfðu þær viðurstyggilega áhrifaríkar mjaðmaskotur, hand- leggsuppásnúninga og óteljandi loft- ferðir með hrollvekjandi lendingum á hörðu gólfinu. Þær fullvissuðu mig einum rómi um, að þessar æflngar héldu þeim í toppformi bæði líkamlega og and- lega. ,,Ég var 52 ára, þegar ég kom til madame Liberman,” sagði Adéle Nicolas. ,,Ég var sjúklingur, hreinasta taugahrúga og komin á grafar- bakkann. Nú er ég 72 ára og allt eftir- launafólkið í húsinu, þar sem ég á heima, öfundar mig af þreki mínu og stálheilbrigði.” Nemendur madame Liberman geta sagt frá ótrúlegustu ævintýrum. Seint um kvöld var til dæmis ráðist á Andrée Rihouet, 68 ára. Þar voru að verki tveir ungir ofbeldisseggir, sem ætluðu að hrifsa af henni hand- töskuna. Hún sveiflaði öðrum þeirra svo að hann slengdist í götuna þrjá metra frá henni. Hinn bað sér griða, þegar hún hafði þvingað hann niður á hné og hélt handleggjunum á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.