Úrval - 15.12.1980, Síða 21
,, GUÐ MINN GOÐUR! ’ ’ ÞETTA ER GEORGE BURNS!
19
Allen: Nei?
Burns: Af hverju ertu hrifln?
Allen: Lambakótilettum.
Burns: Stúlka eins og þú, lítil
stúlka eins og þú, getur þú borðað
tvær lambakótilettur?
Allen: Ég get ekki borðað þær
einar. Með kartöflum hins vegar . . .
Hjónaband þeirra var ástríkt og
sælufullt. Þau ættleiddu tvö börn,
Söndru og Ronnie, og villa þeirra við
Mapel Drive í Beverly Hills fylltist af
leikföngum, hlátri og hamingjusömu
fjölskyldulífi.
„Burns og Allen” náðu geysi-
miklum vinsældum í útvarpi. Á
næstu árum léku George og Gracie
fjölleikaatriði sín í yfir 20 söngva-
myndum. 1958 dró Gracie sig 1 hlé.
George reyndi að koma einn fram í
sjónvarpi en þáttur hans var algjör-
lega misheppnaður. Því vann hann að
nýjum þætti og sýndi hann 1 nætur-
klúbbum. Þá gerðist það 1964 að
Gracie Allen dó.
í næstum heilt ár gat George alls
ekki sætt sig við dauða hennar.
Honum fannst líf án Gracie vera
innihalds- og merkingarlaust. Hún
var jörðuð í Forest Lawn og hann fór
daglega út í kirkjugarð, sat við
legstein hennar og hélt uppi
samræðum við hana. Ef til vill endur-
tók hann atriði úr gamla vinsæla
þættinum þeirra, eins og til dæmis:
,,Ertu gefin fyrir kossa? . . . Afhverju
ertu hrifin? . . . Lambakótilettum . .
Þá gerðist það nótt eina, þegar hann
örvilnaður og einmana sem oftar gat
ekki sofið, að hann fór fram úr rúmi
sínu, gekk yfir þvert herbergið að
rúmi Gracie og ákvað að sofa í rúmi
hennar. Þessa nótt, í fyrsta skipti frá
dauða Gracie, svaf hann fast og vel,
eins og andi hennar hefði birst
honum og fullvissað hann um það að
hún væri með honum.
Smám saman sneri George sér aftur
að starfi sínu. Hann fór að vinna aftur
að gerð sjónvarpsþátta og eins hélt
hann áfram að koma fram í nætur-
klúbbum. Öllum að óvörum er hann
79 ára gamall orðinn kvikmynda-
stjarna, vinnur óskarsverðlaun 80 ára
og er nú á sxnu 84.aldursári að gera
sína sjöundu kvikmynd.
Sé George spurður af frétta-
mönnum eða einhverjum ókunnug-
um hver leyndardómur langlífis hans
sé er hann líklegur til að svara
eitthvað á þessa leið: Drekkið þrjá
martini á dag, sofið mjög lítið, borðið
steiktan mat, hafið samfarir að
minnsta kosti fjórum sinnum í viku
og reykið vindla.”
„Hversu marga vindla reykir þú
daglega?” spurði ég hann einu sinni.
,,Um það bil fimmtán,” svaraði
hann. , ,Þrír læknar skipuðu mét fyrir
ótal mörgum árum að hætta vindla-
reykingunum. Tveir þessara þriggja
eru nú þegar dauðir — og sá þriðji
hefur upp á síðkastið þjáðst af
slæmum hósta.
Þar sem Burns lék hinn heilaga
anda svo hlýlegaí fyrstu ,,Guð minn
góður’ ’ myndinni spurði ég hann um