Úrval - 15.12.1980, Síða 31

Úrval - 15.12.1980, Síða 31
ÞÆTTIR AF LEIRULÆKJAR-FÚSA þá Sigurður til máls og segir við Fúsa: „Nú verðum við að skipta með oss verkum; verður annar okkar ofan að fara og fást við drauginn og hætta á hvörsu til tekst, en hinn að gæta dyra að draugurinn megi ekki upp komast — og kjós þú nú félagi hvörn kostinn þú vilt taka þó hvörugur sé ríflegur. ’ ’ Kaus Fúsi að gæta dyra. Sigurður tók úr barmi sér bók eina fornlega mjög, lagði á hellisdyrnar, gekk þrisvar rangsælis kringum bókina, signdi sig síðan öfugt og steig niður í hellismyrkrið. Segir ekki frá því hvað í hellinum gjörðist milli þeirra draugs og Sigurðar eða hversu Sigurður gat draugnum niður komið, en aldrei hefur síðan við drauginn vart orðið; en það er eftir Sigurði haft að aldrei hafi hann í jafnkrappan dans komist og þar í hellinum, og þá var komið að sólsetri er hann komst aftur upp úr hellinum, móður mjög og þrekaður. Var þá Fúsi allur á burt og bókin Sigurðar. Hafði Fúsi stolið henni á meðan Sigurður var niðri og hlaupist síðan á burt sem fætur toguðu. Brá Sigurði mjög í brún og undi bókarhvarfinu mjög illa, en fékk þó ei að gjört því Fúsa fann hann hvörgi og bókinni náði hann aldrei síðan. Vóru þeir síðan fullir fjand- menn alla ævi og áttu mörg brögð saman þó vér kunnum frá fæstum að segja. Einu sinni fór Sigurður skreiðar- ferð á skipi innan úr Dölum út undir Jökul. Segir ekki frá ferðum hans fyrri en hann var á leið kominn til baka. 29 Var þá byr góður og skipið skreið undir segli og sat Sigurður undir stýri fyrir aftan stakk. Sáu menn þá stór- físk koma upp ekki alllangt frá skipinu og svam hann óðfluga að skutnum svo ekki var undanfæri og að Sigurði og kippti hönum útbyrðis, en gleypti þó ekki. Sigurður svam lengi eftir skipinu og leituðu hásetar á allar lundir við að ná hönum, en gátu með engu móti, og lauk svo að þeir sáu hann loks sökkva. Sama dag réri Leirulækjar-Fúsi við þriðja mann á báti fyrir Mýrar. Þegar þeir vóru í sátri vissi ekki fyrri til en Fúsa var í svip kippt út- byrðis af bitanum. Náði Fúsi sund- tökum og svamlaði lengi og gekk þó mjög erfítt að halda sér á floti, framar því sem venja var, uns hann gat náð í borðstokkinn. Vildu þá menn hans draga hann inn, en gátu með engu móti; svo þungt fannst þeim neðan í toga. Fúsi bað þá losa aðra hönd sína og gjörðu þeir svo. Fúsi fer inn í barm sinn og tekur þaðan bókina er hann forðum hafði stolið frá Sigurði, kastaði henni af hendi í sjóinn og sagði: „Taktu nú við bölvaður; þú hefur lengi eftir henni sótt.” Losnaði þá Fúsi og drógu hásetar hann inn og gekk greitt. Þá mælti hann: „Fast var á tekið að ofan, en fastara þó að neðan. Nú er Siggi dauður, en sá er munurinn okkar að Fúsi flaut, en Siggi sökk.” Kæfubelgurinn Eitthvört haust fór Fúsi með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.