Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 31
ÞÆTTIR AF LEIRULÆKJAR-FÚSA
þá Sigurður til máls og segir við Fúsa:
„Nú verðum við að skipta með oss
verkum; verður annar okkar ofan að
fara og fást við drauginn og hætta á
hvörsu til tekst, en hinn að gæta dyra
að draugurinn megi ekki upp
komast — og kjós þú nú félagi hvörn
kostinn þú vilt taka þó hvörugur sé
ríflegur. ’ ’ Kaus Fúsi að gæta dyra.
Sigurður tók úr barmi sér bók eina
fornlega mjög, lagði á hellisdyrnar,
gekk þrisvar rangsælis kringum
bókina, signdi sig síðan öfugt og steig
niður í hellismyrkrið. Segir ekki frá
því hvað í hellinum gjörðist milli
þeirra draugs og Sigurðar eða hversu
Sigurður gat draugnum niður komið,
en aldrei hefur síðan við drauginn
vart orðið; en það er eftir Sigurði haft
að aldrei hafi hann í jafnkrappan
dans komist og þar í hellinum, og þá
var komið að sólsetri er hann komst
aftur upp úr hellinum, móður mjög
og þrekaður. Var þá Fúsi allur á burt
og bókin Sigurðar. Hafði Fúsi stolið
henni á meðan Sigurður var niðri og
hlaupist síðan á burt sem fætur
toguðu. Brá Sigurði mjög í brún og
undi bókarhvarfinu mjög illa, en fékk
þó ei að gjört því Fúsa fann hann
hvörgi og bókinni náði hann aldrei
síðan. Vóru þeir síðan fullir fjand-
menn alla ævi og áttu mörg brögð
saman þó vér kunnum frá fæstum að
segja.
Einu sinni fór Sigurður skreiðar-
ferð á skipi innan úr Dölum út undir
Jökul. Segir ekki frá ferðum hans fyrri
en hann var á leið kominn til baka.
29
Var þá byr góður og skipið skreið
undir segli og sat Sigurður undir stýri
fyrir aftan stakk. Sáu menn þá stór-
físk koma upp ekki alllangt frá
skipinu og svam hann óðfluga að
skutnum svo ekki var undanfæri og
að Sigurði og kippti hönum útbyrðis,
en gleypti þó ekki. Sigurður svam
lengi eftir skipinu og leituðu hásetar
á allar lundir við að ná hönum, en
gátu með engu móti, og lauk svo að
þeir sáu hann loks sökkva.
Sama dag réri Leirulækjar-Fúsi
við þriðja mann á báti fyrir Mýrar.
Þegar þeir vóru í sátri vissi ekki
fyrri til en Fúsa var í svip kippt út-
byrðis af bitanum. Náði Fúsi sund-
tökum og svamlaði lengi og gekk þó
mjög erfítt að halda sér á floti, framar
því sem venja var, uns hann gat náð í
borðstokkinn. Vildu þá menn hans
draga hann inn, en gátu með engu
móti; svo þungt fannst þeim neðan í
toga. Fúsi bað þá losa aðra hönd sína
og gjörðu þeir svo. Fúsi fer inn í barm
sinn og tekur þaðan bókina er hann
forðum hafði stolið frá Sigurði,
kastaði henni af hendi í sjóinn og
sagði: „Taktu nú við bölvaður; þú
hefur lengi eftir henni sótt.” Losnaði
þá Fúsi og drógu hásetar hann inn og
gekk greitt. Þá mælti hann: „Fast var
á tekið að ofan, en fastara þó að
neðan. Nú er Siggi dauður, en sá er
munurinn okkar að Fúsi flaut, en
Siggi sökk.”
Kæfubelgurinn
Eitthvört haust fór Fúsi með