Úrval - 15.12.1980, Side 32

Úrval - 15.12.1980, Side 32
30 ÚRVAL fleirum Mýramönnum suður í kaupstað, var þá kaupstaður í Hólminum og ekki í Reykjavík fyrri en löngu þar eftir. Hafði Fúsi ýmis- lega sveitavöru fyrir kaupeyri, þar á meðal var kæfubelgur stór. Vildi nú svo til að Fúsa var vant kæfubelgsins og finnst hann ekki. Komust menn þá að því að austanmaður einn hafði stolið belgnum og vissi Fúsi hvör stolið hefði, en gaf sig ekki að og fór heim við svo búið. En er leið að jólum um veturinn fréttist til manns með kæfubelg á baki og spurði sá einatt að Leirulæk. Eitt kvöld kom hann loks þangað, ber að dyrum og gjörir boð fyrir Fúsa. Fer Fúsi til dyra og spyr komumann tíðinda og hvörnig á hönum standi. Maðurinn kvaðst vera að austan, en koma nú að sunnan og ekki geta annað en dregist sífellt með kæfubelg þann er hann hafi á baki og hafi hann borið belginn dag eftir dag og bæ frá bæ og vilji enginn kaupa af sér kæfuna og sjálfur geti hann ekkert úr belgnum etið. Ætlar nú maðurinn að leysa ofan af sér belginn, en getur með engu móti náð hönum af sér því hann er fastur orðinn við hann. Fúsi glottir að og spyr hví hann taki ekki af sér belginn. Komumaður kveðst ekki ná af sér belgnum því hann sé fastur orðinn við hörund sitt. Ætlar hann nú inn um bæjardyrnar, en kemst ekki. Fúsi spyr hvörju það gegni. Maðurinn kvaðst það ekki vita því aldrei hafi fyrri svo við borið þó hann hafi mikið fyrir belgnum haft. Fúsi segir hönum þá að hönum muni hollast að segja sér satt frá hvörnig á belg þessum standi. Neyddist þá austanmaður til að segja satt frá og kveðst hafa stolið belgnum um haustið frá Mýramönnum suður á Hólminum og sagðist hvergi hafa getað eirð haft fyrri en hann kæmist með belginn að Leirulæk. Fúsi tók nú af hönum belginn og réði hönum að stela ekki aftur frá ókunnu fólki, og er sagt að maðurinn hafí gætt þess heilræðis þaðan í frá. Kirkjuskikk Fúsa Fúsi var ekki mjög kirkjurækinn og þá skjaldan hann kom til kirkju gat hann ekki kyrr þolað inni meðan messan stóð, og einhvern helgan dag þegar presturinn í Borgarþingum messaði í Álftanesi var Fúsi mjög rásull um kirkjuna og fann prestur að því við hann eftir messu og beiddi hann að sitja með kyrrð og siðsemd undir guðs orði, en þessu tók Fúsi ekki vel og kvaðst oft þurfa að bregða sér út til að kasta af sér vatni; þvt ekki mundi betra þykja að hann gjörði það á kirkjugólfið. Næst þegar messað var á Álftanesi kemur Fúsi enn til kirkju. Er nú tekið til messu. Gengur Fúsi í kirkju milli pistils og guðspjalls og hefur kopp sinn bundinn á bak sér og gengur með hann á baki inn eftir kirkjugólfi og í kór og kveður meðan hann gengur innar eftir kirkjunni við raust þessa vísu:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.