Úrval - 15.12.1980, Side 43
ÞAD SEM BARN KANN
41
inn í þau fyrir 10 til 15 sinnum meiri
þrýstingi heldur en síðar verður,
þegar öndunin er komin í eðlilegt
horf. Ótalið er allt það álag sem
heili, hörund og ltkamsfrumur
barnsins verða fyrir. Þar á meðal eru
hitabreytingar og flæði óþekktra
hljóða og lita, svo og skær birta eftir
algert mykur.
Það er þannig sem hinum
nýkomna er fagnað á reikistjörnunni
okkar sem á að verða heimkynni
hans. Eftir að hann er kominn í
heiminn verða miklar breytingar á
öllum höfuðþáttum lífsstarfsemi
hans, þar á meðal viðhaldi stöðug-
leika innri starfsemi, ónæmisverndar
og efnaskipta.
Allra fyrstu andartökin eftir
fæðingu eru erfiðust. Hversu yfir-
gefín og átakanlega hjálparlaus virðist
þessi litla manneskja ekki vera í
höndum þessa hvítklædda fólks
umhverfís hana! Veikburða og
vanmáttug að þola þyngdarafl jarðar-
innar. Og vegna nýrra utanaðkom-
andi áhrifa sprikla limir hennar með
kynlegum, ósjálfráðum rykkjum.
Er kannski hægt að liðsinna á þessu
erfíða skeiði?
Fyrst urðu vísindamennirnir að
komast að því, hverju hið nýfædda
barn líktist í reynd: Smáböggli með
óþroskaðar eðlishvatir, eða vem
gæddri æðri þroska? Þeir
uppgötvuðu að skynjunar- og til-
finningasvið barnsins var víðtækt,
það var til dæmis gætt frumatriðum
þess, sem kalla mætti tímaskyn.
Fyrsta tónlistin, sem fóstrið heyrir,
er hjartsláttur móðurinnar. Það lærir
að þekkja rólega, taktfasta hrynjandi
og sýnir ótvíræða svörun við henni.
Vísindamenn gerðu eitt sinn eftir-
farandi tilraun. í herbergi, sem í vom
nokkur nýfædd börn, léku þeir til
skiptis tvær segulbandsspólur, aðra
með hjartslætti rólegrar móður, hina
með hjartslætti uggandi móður.
Niðurstöður tilraunarinnar vom
ótvíræðar: Þótt hljóðstyrkurinn væri
hinn sami I báðum tilfellum, þá róaði
róiegi hjartslátturinn jafnvel grátgjöm-
ustu böm, en „hættumerkin” röskuðu
jafnvel jafnvægi hinna „lömsm”.
Bregðum upp kunnuglegri mynd
af barni í örmum móður sinnar. Eym
þess nema hjartslátt hennar jafn-
greinilega og læknir, sem beitir hlust-
unarpípu. Fyrir því hefur náttúran
séð. Hrynjandi hjartsláttar
móðurinnar venur barnið við að
skynja allan hljóðheiminn.
Hæfíleikinn til þess að greina
hrynjandi er aðeins hluti txma-
skynsins, semþroskast með þjálfun.
Vísindamenn ákváðu að innræta
barni bráðnauðsynlega hrynjandi
snemma á þroskaskeiði þess.
Eins og kunnugt er, er það fyrst á
fimmta eða sjötta degi eftir fæðingu,
sem líffæri barns sýna merki þess að
vera tilbúin að nýta fæðu á ákveðnum
tíma dags. Þessi mikilvægi eiginleiki
verður ekki til sjálfkrafa heldur er
ávöxtur nákvæms kerfis fæðugjafar.
Prófessor Irina Jelizarova, stjórn-