Úrval - 15.12.1980, Side 50

Úrval - 15.12.1980, Side 50
48 ÚRVAL Jólamistilteinninn er sígræn planta, nánast kúlulöguð og um það bil 60-90 sentímetrar í þvermál. Á milli leðurkenndra blaðanna eru lítil, falleg ber á stærð við ribs- eða sólber, og em líkust perlum. Venjulega eru þau hvít en geta þó líka verið gul eða bleikrauð. Plantan vex oftast svo hátt uppi að það er ekki hægt að teygja sig eftir henni. Þess vegna ná menn henni yfirleitt með löngum kvíslum eða skjóta hana jafnvel niður með byssu. Mistilteinninn vex á mörgum trjátegundum en einkum þó á reyni, birki, hlyni, þyrni, peru- og epla- trjám. Fuglar sækjast mjög eftir berjunum, en þau hafaí sér límkennt efni sem festist við neflð á þeim þegar þeir éta þau. Nokkru síðar, þegar þeir hreinsa nefið á trjágrein eða stofni, „gróðursetja” þeir samtímis ný fræ. Fræin skjóta stðan örsmáum, fíngerðum rótaröngum niður í gegnum börkinn, og í fyllingu tímans ber þessi litla jurt sín fyrstu blöð. Skordýr skipta sér ekkert af henni, stormar og stórviðri hagga henni ekki og þurrkar valda henni engum óþægindum. Segja má því að mistil- teinninn sé nánast ódauðlegur því að hann deyr ekki fyrr en tréð sem fóstrar hann er höggvið eða fellur af einhverjum ástæðum. Mistilteinn sem óx á sedrustré nokkru var af vísindamönnum talinn 400 ára gamall. Eins og fyrr segir er mistilteinninn sníkjuplanta, en engu að síður aflar hann sér meirihluta þeirrar næringar sem hann þarfnast úr loftinu, með aðstoð blaðgrænunnar í blöðum sínum. Frá fósturtrénu fær hann aðeins vökva og sölt. Enginn veit með vissu hvernig á því stendur að mistilteinninn hefur orðið eins konar tákn jólanna. Það eitt er hægt að fullyrða að hann gegnir mikilvægu hlutverki í goðsögnum og hjátrú um miðjan vetur og sólhvörf. Og það er fyllsta ástæða til að veita því athygli að berin ná ekki fullum þroska fyrr en í desember — rétt fyrir jólin. Á ýmsum tímum sögunnar hafa menn talið að mistilteinninn byggi yfir margvíslegum eiginleikum og töfrum. Að því er viðvíkur kossun- um, sem fyrr var á minnst, má trúlega rekja þá venju til gáskafullrar hátxðar sem fylgjendur guðsins Satúrnusar héldu honum til heiðurs í desember- mánuði í Rómaveldi hinu forna. önnur helgisögn segir svo frá að ástæðan fyrir því að plantan er svo smávaxin sé sú, að mistilteinninn var eitt sinn það tré sem kross Jesú var gerður úr, og til refsingar fyrir það hafí hann orðið að litlum runna. Aðeins fárra plantna er getið eins oft í goðsögnum og mistilteinsins, eða hafa komið huga manna svo mjög á flug. Margar þessar sagnir má rekja langt affur í tímann, — langt aftur fyrir daga Krists. Ef til vill hafði mistilteinninn þegar komið sér fyrir milli greinanna á skilningstrénu í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.