Úrval - 15.12.1980, Síða 50
48
ÚRVAL
Jólamistilteinninn er sígræn
planta, nánast kúlulöguð og um það
bil 60-90 sentímetrar í þvermál. Á
milli leðurkenndra blaðanna eru lítil,
falleg ber á stærð við ribs- eða sólber,
og em líkust perlum. Venjulega eru
þau hvít en geta þó líka verið gul eða
bleikrauð. Plantan vex oftast svo hátt
uppi að það er ekki hægt að teygja sig
eftir henni. Þess vegna ná menn
henni yfirleitt með löngum kvíslum
eða skjóta hana jafnvel niður með
byssu.
Mistilteinninn vex á mörgum
trjátegundum en einkum þó á reyni,
birki, hlyni, þyrni, peru- og epla-
trjám. Fuglar sækjast mjög eftir
berjunum, en þau hafaí sér límkennt
efni sem festist við neflð á þeim þegar
þeir éta þau. Nokkru síðar, þegar þeir
hreinsa nefið á trjágrein eða stofni,
„gróðursetja” þeir samtímis ný fræ.
Fræin skjóta stðan örsmáum,
fíngerðum rótaröngum niður í
gegnum börkinn, og í fyllingu tímans
ber þessi litla jurt sín fyrstu blöð.
Skordýr skipta sér ekkert af henni,
stormar og stórviðri hagga henni ekki
og þurrkar valda henni engum
óþægindum. Segja má því að mistil-
teinninn sé nánast ódauðlegur því að
hann deyr ekki fyrr en tréð sem
fóstrar hann er höggvið eða fellur af
einhverjum ástæðum. Mistilteinn
sem óx á sedrustré nokkru var af
vísindamönnum talinn 400 ára
gamall.
Eins og fyrr segir er mistilteinninn
sníkjuplanta, en engu að síður aflar
hann sér meirihluta þeirrar næringar
sem hann þarfnast úr loftinu, með
aðstoð blaðgrænunnar í blöðum
sínum. Frá fósturtrénu fær hann
aðeins vökva og sölt.
Enginn veit með vissu hvernig á því
stendur að mistilteinninn hefur orðið
eins konar tákn jólanna. Það eitt er
hægt að fullyrða að hann gegnir
mikilvægu hlutverki í goðsögnum og
hjátrú um miðjan vetur og sólhvörf.
Og það er fyllsta ástæða til að veita
því athygli að berin ná ekki fullum
þroska fyrr en í desember — rétt fyrir
jólin.
Á ýmsum tímum sögunnar hafa
menn talið að mistilteinninn byggi
yfir margvíslegum eiginleikum og
töfrum. Að því er viðvíkur kossun-
um, sem fyrr var á minnst, má trúlega
rekja þá venju til gáskafullrar hátxðar
sem fylgjendur guðsins Satúrnusar
héldu honum til heiðurs í desember-
mánuði í Rómaveldi hinu forna.
önnur helgisögn segir svo frá að
ástæðan fyrir því að plantan er svo
smávaxin sé sú, að mistilteinninn var
eitt sinn það tré sem kross Jesú var
gerður úr, og til refsingar fyrir það
hafí hann orðið að litlum runna.
Aðeins fárra plantna er getið eins
oft í goðsögnum og mistilteinsins,
eða hafa komið huga manna svo mjög
á flug. Margar þessar sagnir má rekja
langt affur í tímann, — langt aftur
fyrir daga Krists. Ef til vill hafði
mistilteinninn þegar komið sér fyrir
milli greinanna á skilningstrénu í