Úrval - 15.12.1980, Page 52
50
ÚRVAL
um hinn ósæranlega Akkíles. Hins
vegar telja aðrir sig finna vissa líkingu
með henni og krossfestingu Jesú.
Kjarninn er kunnur frá mörgum
hlutum heims, og sumir afrlskir
ættbálkar trúa því statt og stöðugt að
vissir höfðingjar geti aðeins dáið af
völdum örva úr mistilteini.
Öldum saman hefur mistilteinninn
verið talinn planta sem hefði ýmiss
konar dulræna eiginleika. Hinir
gömlu Grikkir notuðu hann sem
móteitur, en aðrir ættflokkar trúðu
því að hann gæti opnað skrár og lása
og verið vörn gegn eldsvoða. Þá var
algengt að bæði karlar og konur bæru
armbönd með litlum útskornum
verndargripum úr mistilteini. Einnig
var það venja margra að hengja
mistiltein undir þak húsa sinna til
þess að verja þau gegn seiðskröttum
og illum öndum.
I Gallíu hinni fornu, Englandi og
Irlandi var mistilteinninn tákn
hugrekkis, hreysti, frjósemi og
heppni. Hinir hvítklæddu prestar,
Drúídarnir, klifruðu upp í trén,
hjuggu hann niður með gullsigð og
sveipuðu hann inn í hvítan dúk.
I Aargau-sýslu í Sviss skutu menn
mistilteininn niður með ör og boga,
og þeim skotmanni sem tókst að
grípa þennan galdrarunna með
vinstri hendi hafði tekist að eignast
dularfullt meðal, undursamlegt
algilt meðal gegn öllum barna-
sjúkdómum.
I Holtsetalandi boðaði það veiði-
gæfu að hafa litla grein af mistilteini í
hatti sínum. Annars staðar skreyttu
bændurnir þá kú sem bar fyrsta kálfi
ársins með mistilteins-greinum og
væntu að það myndi veita þeim
gæfu. Mistilteini var líka blandað í
heyið og dreift yfir akurlöndin á vorin
til þess að tryggja góða uppskeru.
Gömlu mennirnir töldu plöntuna
hafa sömu eiginleika og skeifu,
fjögurra laufa smára og spákvist.
Karlmenn báru litla grein í hnappa-
gatinu og bjuggu til sköft á hnífa sína
úr gildari greinum. Og ef hengdur
var mistilteinsvöndur yfir inngöngu-
dyr þýddi það að gestir voru
velkomnir til ánægjulegrar samveru-
stundar, þar sem yrði létt hjal og
mikið leikið og sungið.
Af því að þessi planta óx yfirleitt
svo hátt uppi og féll aldrei niður var
litið á hana sem gott meðal gegn
niðurfallssýki eða flogaveiki. Konur,
sem gátu ekki eignast börn, báru
greinabrot úr mistilteini sem festi um
hálsinn. Og ef menn settu grein
undir koddann að kvöldi myndu
draumar þeirra rætast.
Á síðari tímum hefur lækninga-
mætti mistilteinsins verið hafnað og
hann yfirleitt talinn hjátrú. Þó eru
þar ekki allir á einu máli þvf að
nýlega mælti breskur sérfræðingur í
beinasjúkdómum svo fyrir að
sjúklingar sem þjáðust af þrautum og
stirðleika vegna liðagiktar í
mjöðmum skyldu fá sprautur með
mistilteinaseyði.
En til er önnur tegund af mistil-
teini sem aldrei er getið í goðsögnum