Úrval - 15.12.1980, Síða 55
SORPHREINSARAR NÁTTÚRUNNAR
53
verðskuldi alls ekki slíkt umtal. ,,Ef
aðeins er litið á ytra borðið má að vísu
segja að þeir séu fremur fráhrind-
andi,” er haft eftir einum
sérfræðingnum, ,,en þeir eru í hæsta
máta í samræmi við náttúruna. Þeir
fjarlægja í skjótri svipan alls konar
hræ og ætilegan úrgang, og flug
þeirra er eitt af því tilkomumesta sem
náttúran hefur að bjóða.
Þótt til séu vissar tegundir gamma
sem öðru hverju ráðast á lifandi smá-
dýr, er það fyrst og fremst sér-
einkenni þeirra að leita uppi og
nærast á dauðum dýrum. Nefíð er
bogið og sterkt og því vel fallið til að
tæta sundur seigt skinn og vöðva.
Fæturnir eru stórir og líkjast mest
hænsnafótum, — eru styrkar stoðir til
að veita viðnám þegar fuglarnir rífa
hræin sundur af miklum móði. Ótrú-
lega hvöss sjón gerir þeim kleift að
greina niðri á jörðinni, úr 7-800
Niðri ájörðinni eru gammar klunna-
legir en þeir eru undursamíegir flug
fuglar.
metra hæð, hluti sem eru minni en
15 sentímetra langir.
Höfuðið og langur hálsinn eru
oftast alveg fíðurlaus eða ber, en það
kemur sér einkar vel til þess að blóð
og innyflatætlur loði ekki við fuglana
þegar þeir stinga hausnum langt inn í
hræin. Fjaðrakraginn neðst á
hálsinum er sennilega til þess að
halda fjaðrahamnum þurrum svo að
hann sé jafnan þrifalegur. Og sann-
leikurinn er sá að það er furðulegt hve
margir gammar eru þrifnir og
hreinlegir og nota oft mikinn hluta
dagsins til að snyrta sig og njóta
sólarinnar með þöndum vægjum.
Gammar éta næstum allt matar-
kyns sem þeir fínna úti í náttúrunni,
— frá smærri og stærri hræjum til
rotinna ávaxta og grænmetis. Þetta
krefst vissrar hörku, og það hefur líka