Úrval - 15.12.1980, Qupperneq 56

Úrval - 15.12.1980, Qupperneq 56
54 ÚRVAL komið í ljós að ameríski kalkún- gammurinn er að mestu ónæmur fyrir þeim hættulegu eiturefnum sem valda matareitrun. Einnig er full vissa fyrir því að afdski gammurinn sleppur skaðlaus frá að éta skepnur sem drepist hafa úr miltisbrandi. Meistari í svifflugi Matarvenjur gammanna eru vissu- lega ólystugar, en þær gleymast fljótt þegar maður sér þessa tignarlegu fugla á flugi. Stóru gammarnir eru þungir og eiga oft erfitt með að hefja sig til flugs. Ef þeir geta ekki fleygt sér fram af brekkubrún eða ofan úr tré þurfa þeir allt að því tólf metra hlaupabraut. Þeir hlaupa klunnalega þangað til þeir hafa náð allmiklum hraða, þá hoppa þeir upp um stund á hlaupunum og þenja út vængina þangað til þeir loksins ná sér á flug. Vegna hins mikla þunga geta gammarnir ekki flogið mjög langt með því að sveifla vængjunum, en þegar þeir á annað borð eru komnir á flug geta þeir auðveldlega svifið áreynslulaust með því að nota sér síkvika loftstrauma gufuhvolfsins og hlýtt uppstreymi frá jörðinni til þess að auka hæðina. Þvt næst renna þeir sér niður þangað til þeir mæta næsta uppstreymi án þess að reyna nokkuð á sig annað en það að breyta stjómarfjöðr- unum lítið eitt öðru hverju. Með þessum hætti geta þeir svifið þöndum vængjum klukkustundum saman með ystu vængfjaðrirnar teygðar fram eins og fingur og þannig borist marga kílómetra án þess að hreyfa nokkurn vöðva. Sinar og liðbönd sem halda vængjunum þöndum eru ólseig eins og ósútað leður. Fuglafræðingar telja að til séu rúmar tuttugu gammategundir, og þær eru mjög mismunandi að stærð og útliti, — og margar þeirra hafa kynlegar venjur. Hrægammurinn er til dæmis eitt af þeim fáu dýrum sem notar verkfæri. Ef hann finnur strútsegg bítur hann utan um töluvert stóran stein og ber honum í eggið hvað eftir annað þangað til skurnin brotnar. Afríski gammurinn hefur algjöra sérstöðu. Hann lifir að langmestu leyti á jurtafæðu, og pálmaávöxtur nokkur, sem hann flysjar með nefinu, er sérstakt lostæti hans. Þessi fugl veiðir líka stundum fisk og vissar tegundir lindýra en annað kjöt kærir hann sig yfirleitt ekkert um. Þegar hann er saddur og ánægður gargar hann eins og önd og leyfir mönnum að koma mjög nærri sér án þess að flýja. Að þessu leyti hagar hann sér líka mjög á annan hátt en aðrir gammar. Dauði skálds Fegursta afbrigði þessarar fugla- tegundar — ef við á annað borð getum talað um tegund í þessu sambandi — er alfiðraði lamba- gammurinn, risastór, glæsilegur fugl, með hvítt höfuð og svarta andlits- grímu, sem nær frá augunum og fram að fjaðrabrúskum sem eru kringum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.