Úrval - 15.12.1980, Page 57

Úrval - 15.12.1980, Page 57
SORPHREINSARAR NÁTTÚRUNNAR 55 Hrœgammurinn er eitt af þeim fáu dýrum sem notar verkfœri. Hér er hann að brjóta gat á strútsegg með steini. nefið og líkjast skeggi. Lambagammurinn sem á heima í fjöllum Suður-Evrópu, Afríku og Asíu lætur ekki heldur bein af dauðu dýri fara til spillis. Þau minnstu gleypir hann í heilu lagi en hin stærri brýtur hann með því að láta þau falla á stein úr mikilli hæð. Lambagammar hafa lengi verið ofsóttir í Ölpunum og Pýreneafjöll- unum þar sem þeir hafa með röngu verið sakaðir um að ræna lömbum, — já, og einnig ungbörnum. En slíkt er hrein fjarstæða þegar um er að ræða fugl með svo veikbyggða fætur. Þær mörgu sögur sem ganga um það að fuglar þessir hræði gemsur og takist með öflugum vængjaslætti að hrekja dýrin fyrir hamra og hámi slðan hræin í sig fyrir neðan klettavegginn eru miklu trúverðugri. Og kunnugt er að lambagammurinn hremmir landskjaldbökur sem hann drepur með því að fljúga með þær hátt í loft upp og láta þær falla niður á stein og gæðirsér síðan á kjöti þeirra. Rómverjinn Plinius segir eftir- minnilega sögu af grísku skáldi sem hlaut hörmulegan dauðdaga. Véfrétt hafði sagt svo fyrir um að hann myndi deyja með þeim hætti að eitthvað þungt félli niður á höfuð hans. Skáldið reyndi því jafnan að ganga fjarri háum húsum og trjám. Þrátt fyrir það gat hann ekki flúið örlög sín því að dag einn féll skjald- baka í höfuð hans og varð honum að bana. Vafalaust hefur þar verið lambagammur á ferð með bráð sína. Konungurinn í ríki gammanna er tegund sú sem lifir í Andesfjöllum. Hann er stærsti flugfugl veraldar, getur orðið 11,5 kíló á þyngd og vænghafíð er nærri þrír metrar. Þessi risi loftsins svífur á vængjum vind- anna milli himinhárra tinda Andes- fjallanna í leit að dauðum dýrum og fer stundum alveg niður að haffletin- um ef hin fránu augu hans hafí^ greint hval eða sæskjaldböku sem skolað hefur upp á ströndina. Hann er miskunnarlaust ofsóttur af eina óvini sínum, manninum, sem sakar hann um að ræna eggjum í víðáttu- miklum fuglavörpum niðri við ströndina, þar sem drit fuglsins er selt dýrum dómum sem áburður. Afleiðing ofsóknanna er sú að þessi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.