Úrval - 15.12.1980, Side 59

Úrval - 15.12.1980, Side 59
SORPHREINSARAR NÁTTÚRUNNAR 57 farið að upp komi illindi og áflog. Stærstu og sterkustu fuglarnir ryðja þeim veikbyggðari frá, en aðrir sem ekki komast að svífa eins og dökkt ský yfir hinum róstusama veislustað. I Afríku fylgjast ljón og hýenur vel með framferði gammanna og gera sér glögga grein fyrir þegar matar er von hjá þeim. Þar sem jafnvel stóri gæsagammur- inn verður að víkja fyrir ferfættu rán- dýrunum neyðast gammarnir til að ganga fljótt að mat sínum og með mikilli græðgi. Hópur gæsagamma getur á átta mínútum rifið hverja kjöttætlu af gasellu sem er fimmtíu kíló á þyngd, og eru þeir þá oft orðnir allt að tuttugu og fimm hundraðs- hlutum þyngri en áður en þeir gengu að veisluborði. Á eftir eiga þeir erfítt með að hefja sig til flugs, og stundum mistekst þeim það með öllu, því að þegar kvöldsvalinn kælir jörðina minnkar uppstreymið. Og þá neyðast gammarnir til að halda kyrru fyrir á sléttunni um nóttina, þar sem hættur umlykja þá á allar hliðar. Ótrygg framtíð Allt frá dögum Aristótelesar hafa menn deilt um hvort gammar hafi nokkurt lyktarskyn. Sumir hafa talið rökrétt að ætla að þeir fyndu bráð sína, hræin, með aðstoð lyktar- skynsins. Aðrir hafa hins vegar spurt: Hvernig stendur þá á því að gammarnir finna aldrei rotnandi hræ sem hulin eru lérefti eða falin í tré- kassa? Þannig tilraunir hafa oft verið Gammamir taka á sig náðir. gerðar í Austur-Afríku án þess að einn einasti gammur gerði vart við sig. Eins og flestir aðrir fuglar virðast gammategundir þær sem lifa í Evrópu, Asíu og Afríku ekki hafa neitt umtalsvert lyktarskyn, — geta jafnvel ekki greint mjög sterka lykt. Hins vegar hafa tegundir þær sem lifa í Norður- og Suður-Ameríku meira eða minna þroskað lyktarskyn og geta öðru hverju fundið bráð sína með hjálpþess. Framríð gammanna verður því miður smám saman ótryggari eftir því sem hin svonefnda menning ryður sér meira til rúms á svæðum þeim þar sem þeir lifa. Eitt af vandamálunum sem að þeim steðja er skortur á fæðu. Þessir fuglar eru fæddir til að vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.