Úrval - 15.12.1980, Page 60
58
ÚRVAL
sorphreinsarar náttúrunnar, en
mennirnir gera þeim sífellt erfiðara
að rækja sitt nytsama hlutverk. A
Spáni er til dæmis hinn þróttmikli
munkagammur kominn í erfiða
aðstöðu eftir að kvikfjárræktarmenn
tóku að fjarlægja sjálfdauð dýr sem
áður vom látin rotna úti í haganum.
En mesta ógnunin er þó tvímæla-
laust sú mikla ofsókn sem gammarnir
verða fyrir af hálfu mannsins. Þeir em
oft skotnir strax og þeir gera vart við
sig vegna þess að menn líta á þá sem
meindýr. Lambagammarnir hafa
verið veiddir svo gegndarlaust að nú
em þeir næstum alveg horfnir úr
Ölpunum. Og jafnvel Kaliforniu-
gammurinn er enn skotinn öðm
hverju þótt meiri hætta sé á útrým-
ingu hans en nokkurrar annarrar
gammategundar í heiminum.
En jafnvel þótt sumar gamma-
tegundir séu í hættu vegna stfelldra
framfara menningarinnar, er engan
veginn óhugsandi að sumar þeirra
muni lifa þegar síðustu mennirnir
hverfa af sjónarsviði. ★
Lesendabréf til dagblaðs í Washington. ,,Vill ökumaður járn-
brautarinnar milli Burlington og Sedro-Woolyy, sem vakti alla eld-
snemma laugardaginn 17. janúar, vegna þess að flautan hafði fest,
gera svo vel að gefa sig fram svo hægt verði að skíra börnin t höfuð
hans.”
Ein glaðvakandi.
Það versta . . .
. . . við barkahimnubólgu er að þú getur engum sagt frá henni fyrr en
þú ert búinn að ná þér.
— Honolulu, Weekly Snooper
. . . við örbylgjuofn er að maturinn er tilbúinn áður en búið er að
leggja á borðið.
— Paul Sweeney.
. . . við að vera í góðu líkamlegu formi er að maður verður að þræla
sér út við að halda því.
— Franklin P. Jones.
. . . við að vera húsmóðir er að þegar þér líður ekki nógu vel til að
gera verkin, batnar þér ekkert við að vera heima.
— Bob Curran.