Úrval - 15.12.1980, Side 85

Úrval - 15.12.1980, Side 85
FJORÐI VITRINGURINN 8 3 trjám, sem fengu vökvun úr lækjum er runnu ofan úr hlíðum Ortones fjalls og ótölulegur fjöldi fugla fyllti garðinn tónlist með söng sínum. En í mjúku og ilmandi myrkri september- næturinnar þögðu öll hljóð, nema niðurinn í vatninu. Hátt yfir trjátoppunum skein dauft ljós í gegnum dyratjöld efri salanna, þar sem húsbóndinn hélt fund með vinum sínum. Hann var hár og dökkleitur maður um fertugt, sindrandi augu hans lágu þétt saman undir augnbrúnunum og ákveðnir drættir lágu umhverfis þunnar, fínlegar varirnar; augnsvipur dreymandans o| munnur hermannsins, maður ðreð viðkvæmar tilfmningar en ósveigjanlegan vilja. Utan yfir silkikyrtil var hann kiæddur alhvítri ullarskikkju og hvít uppmjó húfa huldi svart liðað hárið. Þetta var klæðnaður hinnar æva- gömlu prestareglu Magianna, sem kallaðir voru eldsdýrkendurnir. ,,Verið velkomnir,” sagði hann lágri, þægilegri röddu þegar þeir gengu einn af öðrum inn í salinn. ,,Þið emð allir velkomnir, og þetta hús verður bjartara af gleði vegna nærvem ykkar.” Þeir vom níu, á mismunandi aldri en allir í jafndýrlegum klæðum. Þungur gylltur kraginn bar þess vott að þeir vom parþverskir aðalsmenn og kringlótt vængjamerki úr gulli, sem þeir bám á brjóstinu, sýndi að þeir vom fylgjendur Zaraþústra. Þeir söfnuðust saman við lítið, svart altari í enda salarins, þar sem daufur eldur brann. Artaban stóð við eldstæðið og veifaði barsóm, helgum vendi af grönnum tamaríugreinum, yfir eldinum og mataði hann á þurr- um fumsprekum og ilmolíum. Þegar hann hóf hinn forna söng, tóku félagar hans undir í sálminum fallega til Ahura Mazda: ,, Vér dýrkum hinn dýrlega anda, sem á viskuna og kærleikann! ’ Eldurinn óx með söngnum, og logarnir léku sem væru þeir í takt við hann þar til bjart varð í öllu húsinu. Gólfið var lagt dökkbláum stein- flísum með hvítum æðum. Snúnar silfursúlur mynduðu andstæðu við bláa veggina; blátt silki hékk yfir bogagluggunum; hvolfþakið var lagt safírum, eins og himinlavelfing með silfurstjörnum. í eystri enda salarins, bak við altarið, vom tvær dökkrauðar súlur úr porfýri, á milli þeirra vom dyr, sem lágu út á þaksvalirnar, sem vom tjaldaðar þungu tjaldi á litinn eins og þroskað granatepli, í það vom saumaðir gulinir geislar upp frá gólfínu. Þetta hafði þau áhrif að salurinn var eins og hljóð stjörnubjört nótt, öll blá og silfruð, og í austri var roðagullið fyrirheit dögunarinnar. Húsið túlkaði gerð og anda þess manns sem það byggði, svo sem góðu húsi ber. Söngnum lauk. Hann bauð vinum sínum að setjast á legubekkinn og sagði: ,,Þið hafið komið í kvöld vegna boðunar minnar, sem trúir fylgjendur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.