Úrval - 15.12.1980, Síða 86

Úrval - 15.12.1980, Síða 86
84 ÚRVAL Zaraþústra, til þess að endurnýja tilbeiðslu ykkar og trú á guð hrein- leikans, eins og þessi eldur hefur á ný verið kveiktur á altarinu. Við til- biðjum ekki eldinn, heldurþann sem hann hefur verið valinn til að tákna, því hann er hið hreinasta af öllum hlutum. Hann segir okkur frá þeim sem er ljós og sannleikur. Er það ekki svo, faðir minn?” ,,Þetta er vel mælt, sonur minn” sagði hinn aldni Abgarus. ,,Hinir upplýstu dýrka ekki skurðgoð: Þeir lyfta blæjunni af hlutunum og ganga inn í helgidóm raunveruleikans. „Heyr mig þá, faðir minn og vinir,” sagði Artaban. „Saman höfum við leit- að leyndardóma náttúrunnar og numið lækningamátt vatns, elds og jurta. Við höfum einnig lesið spádómsbækurnar, þar sem framtíðin er sögð á torræðan hátt. En æðsti lærdómurinn er þekkingin á stjörnunum. Að fylgjast með brautum þeirra er að greiða úr leyniþráðum lífsins sjálfs, frá upphafi til enda. En er ekki þekking okkar á þeim ennþá ófullkomin? Eru ekki margar stjörnur handan sjóndeildar- hrings okkar — ljós sem aðeins eru þekkt meðal íbúa hinna fjarlægu suðurlanda, meðal kryddjurta Púnts og gullnáma Ofír? Hópurinn muldraði samþykkjandi. „Stjörnurnar,” sagði Tigranes, ,,eru hugsanir hins eilífa. Þær em óteljandi. Viska Magianna er hin mesta viska, því hún kannast við eigin vanþekkingu. Það er leyndarmál valdsins. Við látum menn alltaf bíða eftir nýrri sólaruppkomu. En við sjálfír vitum að myrkrið er jafningi ljóssins, að barátta þeirra afla endar aldrei.” „Það er mér ekki nóg,” svaraði Artaban, „því ef biðin er endalaus og þýðingarlaus væri ekki mikil viska fólgin í því að bíða og leita. Hin nýja dögun mun sannarlega koma á tilsettum tíma. Segja bækur okkar ekki frá því að menn muni sjá birtu mikils ljóss?” „Það er rétt,” sagði Abgarus; „allir trúir lærisveinar Zaraþústra þekkja spádóminn: Á þeim degi mun Sosiosh hinn sigursæli rísa upp frá spámönnunum. Um hann mun leika mikil birta; hann mun gera lífið eilíft, óspillt og ódauðlegt, og dauðir munu upp rísa.” „Faðir minn,” sagði Artaban og það var roði í andliti hans, „ég hef borið þennan spádóm í hjarta mínu. Trúarbrögð án mikillar vonar væru eins og altari án logandi elds. Og nú hef ég lesið við loga eldsins önnur orð sem greina þó enn skýrar frá þessu.” Hann dró undan kyrtli sínum tvo litla léreftsvöndla sem skrifað var á. „Löngu áður en feður vorir komu til Babylon voru vitrir menn í Kaldeu, sem luku upp leyndar- dómum himnanna fyrir fyrsta Magianum. Meðal þeirra var Balaam voldugastur. Heyrið spádómsorð hans: Stjarna mun koma frájakobi og veldissproti mun rísa upp afísrael.”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.