Úrval - 15.12.1980, Side 88
86
URVAL
þátttöku í þessari leit og kvaddi. En
Abgarus, sá elsti, sem beið þar til allir
hinir voru farnir, sagði alvarlegur:
„Sonur minn, verið getur að ljós
sannleikans sé í þessu merki sem birst
hefur á himninum; en það getur
aðeins verið skuggi ljóssins eins og
Tigranes sagði.
En það er betra að fylgja aðeins
skugga þess besta en að sætta sig við
hið versta. Og þeir sem vilja sjá
undursamlega hluti verða að vera
reiðubúnir að ferðast einir. Ég er of
gamall fyrir þessa ferð, en hjarta mitt
mun fylgja þér í þessari pílagrímsför
þinni, jafnt á nóttu sem degi. Farðu í
friði.” Þannig gengu þeir einn á
eftir öðrum út úr bláa herberginu
með silfurstjörnunum og Artaban
var einn eftir. Langa stund horfði
hann á eldinn sem reis og hneig á
altarinu. Síðan lyfti hann þungu
henginu og gekk milli rauðu porfýri-
súlnanna út á þaksvalirnar.
Kuldinn, sem fer um jörðina þegar
hún vaknar afnætursvefni sinum, var
þegar skollinn á og svalur vindurinn
sem boðar komu dögunar nálgaðist
ofan frá snjóbreiðum Orontes fjalls.
Hálfvakandi fuglar, sem héldu sig í
skrjáfandi laufinu, létu í sér heyra og
lyktin af þroskuðum vínberjum barst
í bylgjum upp frá laufskálunum.
Yfir sléttuna í austri teygði sig hvítt
mistur eins og stöðuvatn. En þar sem
fjarlægir tindar Zargos sköguðu upp i
sjóndeildarhringinn í vestri var
himinninn heiður. Júpíter og Satúrnus
nálguðust hvor annan, eins og
blikandi logar, í þann veginn að
sameinast.
Meðan Artaban horfði á þá sá hann
bláan neista kvikna í myrkrinu fyrir
neðan, hann myndaði um sig
purpurarauðan ljóma og varð að eld-
rauðri kúlu, ólgaði síðan upp
gegnum saffrangula og appelsínugula
geisla og endaði sem hvítur glitrandi
punktur. Lítill og óendanlega
fjarlægur, en samt svo fullkominn,
sindraði hann í víðáttunni eins og
hinir þrír eðalsteinar Artabans hefðu
runnið saman og ummyndast í
logandi ljós.
Hann beygði höfuðið. ,,Þetta er
merkið,” sagðihann. „Konungurinn
kemur og mun fara til móts við
hann.”
Við fljót Babýlóníu
Alla nóttina hafði Vasda, fráasti
færleikur Artabans, beðið söðluð og
beisluðu í hesthúsinu. Hún krafsaði í
jörðina og hristi mélin óþolinmóð.
Áður en fuglarnir voru teknir að
syngja fjörugan morgunsöng sinn og
áður en móðan var farin að lyfta sér
letilega af sléttunni, var fjórði
vitringurinn sestur í hnakkinn og reið
hratt í vestur, eftir þjóðveginum
meðfram rótum Orontes fjalls.
Á langri ferð er sambandið milli
mannsins og eftirlætishestsins hans
mjög náið. Þeir drekka úr sama
læknum, sofa undir sömu leiðar-
stjörnunum. Húsbóndinn deilir
kvöldmáltíð sinni með svöngum
félaga sínum og fínnur mjúkan