Úrval - 15.12.1980, Page 91

Úrval - 15.12.1980, Page 91
FJÓRÐI VITRINGURINN 89 tefði ekki nema klukkustund myndi hann varla ná til Borsippu í tæka tíð; félagar hans færu þá án hans. Átti hann að snúa frá stjörnunni og hætta laununum fyrir hina miklu trú sína til þess að gefa þessum vesalings deyjandi Hebrea svalandi vatnssopa? ,,Guð hins hreina og hins sanna,” bað hann, „leiðbeindu mér á hinum helga vegi, leið viskunnar sem þú einn þekkir.” Síðan sneri hann sér aftur að sjúka manninum. Hann bar hann að pálmatrénu, ieysti af honum vefja- höttinn og fletti klæðunum frá innföllnu brjóstinu. Hann náði í vatn úr áveituskurði þar skammt frá og vætti varir og enni hins þjáða manns. Hann blandaði skammt af einu hinna einföldu en sterku lyfja, sem hann bar ætíð í belti sínu — því Magiarnir voru góðir læknar jafnt sem stjörnu- fræðingar — og hellti því hægt inn milli litlausra varanna. Langan tíma hjúkraði hann manninum, sem loksins fékk kraftana aftur, settist upp og leit í kringum sig. ,,Hverertþú?” spurðihann. ,,Ég er Magiinn Artaban og ég er á leið til Jerúsalem 1 leit að þeim sem er fæddur konungur og lausnari allra manna. Ég get ekki tafið lengur. En sjáðu, hér er það sem ég á eftir af brauði og vtni og hér er seyði af lækningajurtum. Þegar kraftar þínir hafa endurnýjast getur þú fundið bústaði Hebrea meðal húsa Babýlon.” Gyðingurinn rétti skjálfandi hönd. sína hátíðlega tii himins. ,,Megi Guð Abrahams, ísaks og Jakobs blessa og reiða götu hins miskunnsama. Ég hef ekkert að gefa þér að launum — aðeins þetta: spámenn okkar hafa svo sagt að Messías eigi ekki eftir að fæðast í Jerúsalem, heldur í Betlehem í Júdeu. Megi Drottinn leiða þig langað heilu og höldnu. Það var langt liðið fram yfir miðnætti. Artaban reið hratt og Vasda, sem var nú úthvíld, þaut eins og gasella yfir grundirnar. En fyrstu sólargeislarnir komu á undan henni á ákvörðunarstaðinn. Artaban leit áhyggjufullur yfír Nimrod hólinn og musteri hinna sjö hvela, en kom ekki auga á nein merki um félaga sína. Hann reið hratt kringum hólinn með skörðóttum stöllum úr marglitum tígulsteini. Hann steig af baki og kleif í snatri upp á efsta stallinn, sem skagaði í vestur. Víðáttumikið mýrlendið teygði sig út að sjóndeildarhringnum og jaðri eyðimerkurinnar. Hegrarnir stóðu við stöðupollana og sjakalarnir læddust í gegnum lágan runnagróðurinn, en það sáust engin merki um lest vitring- anna, hvorki nær né fjær. Á stallbrúninni sá hann litla vörðu úr brotnum múrsteinum, undir henni var snepill af bókfelli. Hann las:,,Við getum ekki beðið lengur. Við förum að leita kóngsins. Eltu okkur yfir eyðimörkina. ’ ’
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.