Úrval - 15.12.1980, Side 92
90
ÚRVAL
Artaban settist niður og huldi
höfuð sitt í örvæntingu.
„Hvernig get ég farið yfir eyði-
mörkina,” sagði hann, matarlaus og
með örþreyttan hest? Ég verð að snúa
aftur til Babýlon, selja safírinn minn
og kaupa úlfaldalest og matarbirgðir
til ferðarinnar.
Aðeins hinn miskunnsami Guð
mun vita hvort ég missi af kónginum
vegna þess að ég tafðist við líknar-
verk.”
Fyrir lítið barn
Það var þögn í Höll draumanna.
Og í gegnum þögnina sá ég, óskýrt
þó, fjórða vitringinn á leið yfir
tilbreytingarlausar öldur eyðimerkur-
innar. Hann sat uppi á úlfalda sínum
og ruggaðist áfram eins og skip á
bárum.
Land dauðans breiddi miskunnar-
laust net sitt allt í kringum hann.
Grýtt auðnin bar ekki annan gróður
en villikvisti og þyrna. Fyrir framan
hann reis þurr og ógnvekjandi fjall-
garður, sundurskorinn af farvegum
löngu uppþornaðra vatnsfalla.
Foksandhæðir voru í röðum eins og
grafhýsi úti við sjóndeildarhringinn.
Á daginn lagði brennandi hitinn
óbærilegt farg á titrandi andrúmsloft-
ið; og engin lifandi skepna hreyfði
sig nema stökkmýs sem skutust í
gegnum skrælnaða runnana eða
eðlur sem hurfu ofan í klettaskorur.
Á næturnar reikuðu sjakalarnir um og
spangóluðu í fjarska, en nístandi
kuldi tók við af hita dagsins. I
gegnum hita og kulda hélt Magiinn
áfram.
Síðan sá ég alblómga aldin- og
skrúðgarða Damaskusborgar, vökvaða
með vatni Abana og Farpar.
Ég sá langan og snævi þakinn hrygg
Hermonfjalls, dökka sedruslundi,
Jórdandal, blátt Galíleuvatnið og
langt í fjarska hálendi Júdeu. I
gegnum allar þessar myndir hélt
Artaban stöðugt áfram.
Að lokum kom hann til
Bethlehem, þreyttur en fullur vonar,
með rúbíninn sinn og perluna, sem
hann ætlaði að færa konunginum.
,,Því nú,” sagði hann, ,,mun ég
áreiðanlega finna hann, þó að ég sé
einn og seinni en bræður mínir.
Götur þorpsins voru auðar og
yfirgefnar. Út um opnar dyr á lágum
steinkofa heyrði Artaban kvenrödd,
sem söng blíðlega.
Hann gekk inn og sá unga móður
raula róandi við barn sitt. Hún sagði
honum frá útlendingunum að
austan, sem höfðu birst í þorpinu
fyrir þremur dögum og sögðust hafa
fylgt stjörnu til þess staðar sem Jósef
frá Nasaret dvaldist ásamt konu
sinni Maríu og nýfæddum syni þeirra,
Jesú, og þeir höfðu sýnt barninu
lotningu og lagt gull, reykelsi og
myrru að fótum þess.
, ,En ferðalangarnir hurfu aftur eins
snögglega og þeir höfðu birst. Okkur
stóð beygur af þessari furðulegu
heimsókn. Fjölskyldan frá Nasaret
flúði á laun þá um nóttina og það var