Úrval - 15.12.1980, Page 93
F/ORDI VITRINGURINN
91
sagt að þau væru á leið til Egypta-
lands. Síðan þá hefur eitthvað illt
verið yfír þorpinu. Það er sagt að
rómverskir hermenn séu á leið frá
Jerúsalem til þess að þröngva nýjum
skatti á okkur og mennirnir hafa rekið
hjarðir sínar langt upp í hæðirnar og
falið sig til þess að komast hjá
skattinum.
Barnið í fangi hennar leit framan I
Artaban, það brosti og teygði rjóðar
hendurnar í átt til hans. Honum
hlýnaði um hjartaræturnar við
snertinguna. ,,Gat þessi sveinn ekki
verið hinn fyrirheitni?” spurði hann
sjálfan sig um leið og hann snerti
mjúka kinn hans. „Konungar hafa
fæðst í óæðri húsum en þessu,
skærasta stjarnan getur komið frá
kofa. En svo virðist ekki vera að Guð
viskunnar ætli að launa mér leitina
svo auðveldlega. Sá sem ég leita er
farinn á undan mér; og nú verð ég að
elta hann til Egypalands. ’ ’
Móðirin unga lagði barnið í
vögguna og bar mat fyrir ókunna
gestinn, sem örlögin höfðu sent í hús
hennar. Meðan Artaban snæddi
sofnaði barnið og umlaði ánægjulega
í draumum sínum.
En skyndilega heyrðust ringul-
reiðarhljóð að utan, óp og grátur
kvenna, lúðrablástur og örvæntingar-
óp: „Hermenn! Hermenn Heró-
desar! Þeir eru að drepa börnin
okkar!
Unga móðirin beygði sig náföl af
ótta yfír barn sitt í dimmasta horni
herbergisins og huldi barnið með
skikkju sinni ef það skyldi vakna og
fara að gráta. En Artaban stóð upp og
tók sér stöðu í dyrunum, breiðar
herðar hans fylltu út í þær.
Þegar þeir komu auga á framandi
mann í tígulegum klæðum hikuðu
hermennirnir, með blóðugar hendur
og sverð. Höfuðsmaðurinn kom til
þess að ýta honum til hliðar. En það