Úrval - 15.12.1980, Qupperneq 96
94
þess að finna nokkra vísbendingu um
fjölskylduna, sem hafði flúið frá
Betlehem fyrir svo löngu. En nú var
eins og hann yrði að gera eina tilraun
enn.
Börn ísraels, dreifð um öll lönd
veraldar, höfðu nú komið til
musterisins til þess að taka þátt í
páskahátíðinni. Borgin var full af
útlendingum og í dag beindist
athygli allra að einum atburði.
Dulúðug hula hvíldi yfír himninum
og mannfjöldinn var spenntur.
Smellir í sandölum og þungt hljóðið,
sem myndast þegar berir fætur
strjúkast yfír steina, glumdi stöðugt í
götunni sem lá að Damaskushliðinu.
Artaban kom auga á hóp manna
frá sínu eigin heimalandi, parþverska
gyðinga, og spurði þá hvert þeir
væru að fara.
,,Til staðar sem nefnist Golgata,
fyrir utan borgarmúrana,” svöruðu
þeir. „Hefur þú ekki frétt af því? Það
á að krossfesta tvo fræga ræningja og
með þeim mann að nafni Jesús frá
Nasaret, sem hefur unnið mörg
dásamleg verk meðal fólks. En prest-
arnir og öldungarnir segja að hann
verði að deyja vegna þess að hann
kallar sig son Guðs. Og Pílatus hefur
sent hann á krossinn vegna þess að
hann sagðist vera konungur
gyðinga.”
En hvað þessi orð hljómuðu
kunnuglega í öldnu hjarta Artabans!
Þau höfðu fylgt honum alla ævi, á
láði og legi. Gat þetta verið sá sami
og átti fæðingarstjörnuna og sem
ÚftVAL
spámennirnir höfðu sagt fyrir um?
Hjartsláttur Artabans varð óreglu-
legur afæsingi.
„Leiðir Guðs eru furðulegri en
hugsanir mannanna,” hugsaði hann
með sjálfum sér. „Verið getur að ég
fínni kónginn að lokum, þó hann sé í
höndum óvina sinna, og að ég komi á
réttum tíma til þess að bjóða perluna
mína sem lausnargjald fyrir hann
áður enhann deyr.”
Gamli maðurinn fylgdi því
múgnum í áttina að Damaskus-
hliðinu. Rétt við innganginn að
varðmannaskýlinu kom flokkur
makedónskra hermanna niður götuna
og drógu þeir með sér unga stúlku í
rifnum kjól. Þegar Magiinn stansaði
kom hún auga á hvíta húfuna og
vængjamerkið á brjósti hans og sleit
sig lausa af kvölurum sínum. Hún
fleygði sér að fótum hans og greip um
hné hans.
..Vertu miskunnsamur,” grátbað
hún, ,,og bjargaðu mér í nafni Guðs
hreinleikans! Faðir minn var
parþverskur kaupmaður en hann er
látinn og ég er tekin upp í skuldir
hans til að selja mig sem ambátt.
Bjargaðu mér!”
Artaban titraði. Það var gamla
togstreitan í sál hans milli þess sem
trúarbrögðin kröfðust og þess sem
kærleikinn bauð honum. Tvisvar
hafði hann látið frá sér gjöf sem hann
hafði helgað trú sinni, til þess að
hjálpa mönnum — í pálmalundinum
við Babýlon og f kofanum í
Betlehem. Þettavar þriðja prófraun-